Vikan


Vikan - 30.04.1969, Síða 6

Vikan - 30.04.1969, Síða 6
MARIA CALLAS Sú var tíðin, að söngkonan fræga, María Callas, sem um skeið var mjög handgengin Onassis, var vel í holdum og engum datt í hug að telja hana til stássmeyja. En því virðast lítil takmörk sett, hvað fegrunartækni nútímans getur breytt kvenfólkinu. Þessar - FYRR 06 NU myndir eru teknar af Maríu Callas á 16 ára tímabili og sýna vel, hvernig hún hefur fært sér tæknina í nyt með góðum ár- angri. Árið 1952 var hún 110 kíló að þyngd, en nú er hún orð- in tæplega helmingi léttari. ☆ BÁD JUSTINS BORGA SIG Justin de Villeneuve virðist hafa sérstaka hæfileika til að þefa uppi kornungar stúlkur, sem hafa möguleika á að vinna til fjár og frægðar. Fyrst kom hann Twiggy á framfæri og gerði heimsfræga fyrirsætu úr þessari heimsku og gelgjulegu stúlku, sem hann er nú trúlofaður. Nú hefur hann tekið Olivia Hussey upp á arma sína, ungu stúlkuna sem hefur fengið svo mikið lof fyrir að leika Julíu í „Romeo og Julia“. Hann hefur útvegað henni hlutverk í franskri kvik- mynd, og Olivia segir að hún fái 18 sinnum meiri laun fyrir þetta hlutverk, en fyrir hlutverk Jul- iu. Það lítur út fyrir að það borgi sig að fara að ráðum Justins. ... ☆ G VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.