Vikan


Vikan - 30.04.1969, Qupperneq 32

Vikan - 30.04.1969, Qupperneq 32
/■--: Husqvarna HUSQVARNA eldavélin er órnissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt það sen tækni nútímans getur gert til þess að matargerðin verði húsmcður'nni ánægjuleg. I’ 'SQVAF.NA eldavélar fást fcæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. Leiðarvísir á íslenzku ásamt fjölda mataruppskrifta fylgir. KIRKJA, PRESTAR OG HJARTAÁS Kæra Vika! Ég þakka þér kærlega fyrir allt það prýðisefni, sem þú hefur boðið upp á að undanförnu. Mitt vandamál er það, að mig dreymir svo óskaplega mikið. Nú langar mig til að biðja þig að ráða fyrir mig einn af þessum ótelj- andi draumum, sem mig hefur dreymt. Hann er svona: Ég var háttuð ofan í rúm með hvítum sængurverum. Rúmið var staðsett í ka- þólsku kirkjunni í Reykja- vík. Mér fannst ég eiga að sofa þarna, en var svo hrædd, að ég gat ekki sofn- að. Þess vegna tók ég að horfa út undan sænginni. Það var dimmt í kirkjunni, en samt sá ég til. Allt í einu sé ég marga presta svartklædda koma inn kirkjuna. Þeir eru þungir á brúnina og virðast vera að lesa biblíuna. Eftir örskamma stund kemur hópur af fólki fram úr kirkjunni. Þetta er allt ungt fólk, og það gengur fram hjá mér, nema síðasti maðurinn í hópnum (ég þekki hann í sjón). Hann nemur staðar spölkorn frá rúminu og nefnir undrandi nafn mitt. Og þar með var draum- urinn búinn! Hvað skyldi þetta nú tákna? Mig er alltaf að dreyma þennan mann upp aftur og aftur. Um daginn dreymdi mig, að hann rétti mér hjartaás. Er þetta ekki furðulegt? f guðs bænum birtið þið þetta fyrir mig. Af skilj- anlegum ástæðum vil ég ekki gefa upp mitt rétta nafn, en einu sinni var ég kölluð uppnefninu Glæsifjóla, 20 ára. Þessi sérkennilegi draumur táknar að öllum líkindum alvarleg veikindi einhvers nákomins ætt- ingja þíns. Um tíma er honum ekki hugað líf, en þó rætist betur úr en horf- ist í fyrstu. Að sofa í kirkju getur táknað mannlát, en ekki í þessu tilfelli, þar sem þú sofnaðir aldrei. Að dreyma prest einn eða fleiri táknar annað tveggja hjónaband eða að manni sé trúað fyrir miklu leyndar- máli .Við mundum gizka á, að einmitt í sama mund og þú átt um sárt að binda vegna veikinda hins ná- komna ættingja þíns kynn- ist þú manni, sem þú gift- ist fyrr eða síðar. Og fyrst þig hefur dre.ymt þennan umrædda mann, sem þú þekkir í sjón, aftur og aft- ur, — skyldi það þá ekki vera hann? Hjartaásinn boðar lán í ástamálum, svo að þú ættir ekki að þurfa að óttast að giftast þessum ,.HVENÆR Á ÉG AÐ DEYJA?“ Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig einn draum, sem mig dreymdi, þegar ég var fjórtán ára gömul, og er mér mjög minnisstæður. Hann er svona: Mér fannst ég vera stödd við vatn, sem er mjög stutt frá æskuheimili mínu. Með mér voru vinkonur mínar, sem heita Ingibjörg og Steinunn. Ég geri mér ekki grein fyrir, hvað við vor- um að gera, en allt í einu verður mér litið upp. Þá finnst mér sem ég sjái guð. Hann situr í hvítum kyrtli á lágum hól, sem er við vatnið nokkra metra frá okkur. Vatnið er spegilslétt. Ég sé, að sólin er að koma upp við sjóndeildarhringinn. Mér finnst allt vera svo bjart, kyrrt og fagurt. Ég hleyp frá vinkonum mín- um til guðs, upp í fang hans, legg hendurnar um hálsinn á honum og spyr hann: — Hvenær á ég að deyja? Framhald á bls. 50 32 VIKAN 18- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.