Menntamál - 01.01.1933, Side 1

Menntamál - 01.01.1933, Side 1
MENNTAMAL ÚTGEFENDUI!: NOKKRIR KENNARAR VI./ ÁR Jan.—Febr. 1933. 1. BLAÐ Keiinslubækur. ÞaÖ myndi ekki þykja hygginn nútímabóndi, sem tæki kaupa- mann upp á fullt kaup, fengi honum í hendur einjárnung af gömlu gerðinni, hundinn viÖ orfið með 61, og segði honum svo að vinna fyrir kaupi sínu. b'lestir myndu líta svo á, að kaupa- maðurinn væri naumast líklegur til að vinna fyrir mat sínum, hvað þá kaupi, með slíkum verkfærum. Ekki myndi það Jjykja álitlegra, ef útgerðarmaður réði háseta á skip sin og fengi þeim svo i hendur svipuð skip og svipuð veiðitæki þeim, sem notuð voru hér á landi fyrir 50 —ioo árum. Nú á dögum þykir það eina arðsvonin, að liafa starfstækin svo góð, að einn maður geti afkastað því, sem 10 menn unnu áður, eða meiru. Að fáu liefir verið unnið af jafn miklu kajtpi á síðari árum eins og því. að gera öll vinnutæki sem allra fljótvirkust, velvirkust og ódýrust. Hefir þar þótt rdð liggja heill og framtíð hverrar þjóðar, að henni tækist að standa fram- arlega eða fremst á þessu sviði. En þarna hefir viljað fara eins og jafnan, þegar ójafn er leikurinn: Hinir auðugri og voldugri hafa skákað þeim, er minni máttar voru og mátað þá. Því örðugri sem aðstaðan er, þeim mun mciri nauðsyn er á hugviti og samtökum um það, að árangur hvers starfs verði sem mestur og liestur. Við íslendingar eigum erfiða aðstöðu í þessum efnurn, við erum fámenn og dreifð kotþjóð, og þá er sá gallinn ekki minnstur, hve sundurlyndir við erum að eðlisfari. Samt eru augu okkar að opnast fyrir því á ýmsum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.