Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 16

Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 16
i6 MENNTAMÁL ar í lokin, er hægt aÖ fá mörg stílsefni við hæfi þroskuðustu barnanna, út af efni sögunnar, cins og t. d. þetta: Hver átti mesta sök á vígi Kjartans? Hvernig reyndust Gunnari ráð Njáls? Æskubrek Grettis o. fl. Eg hefi sagt frá þessu hér, ef einhver kennarinn, sem ekki hefir reynt þetta áður, vildi gera tilraun í svipaða átt, og eg get gefið það fyrirheit, að hann mun fá erfiði sitt endurgold- ið á margan hátt. En eg vil taka það fram, að allt veltur á því, að búa sig vel undir og gefa sér góðan tíma og reyna að segja með orðum sögunnar, en „umsemja“ sem minnst. Það er einhver hulinn kraftur í framsetningunni, sem verkar á hörnin, ef orðum bók- arinnar er fylgt. Og að endingu þetta: Við kennarar verðum að skilja það vel, að það er ekki aðalatriðið í móðurmálsnáminu, hvort skrifuð er z eða tvöfaldur samhljóði, heldur að börnunum lær- ist að skrifa íslenskt mál að framsetningu og orðaskipan, og þar á framtíð málsins meira í hættu en með stafsétninguna. A nýársdag 1933. Stcfán Jónsson. Dónisdagur. Það má búast við þvi, að ungir kennarar kunni illa við að- finnslur og áfellisdóma, sinn úr liverri áttinni, þegar þeir eru að hefja starfið. Ekkert er ]>ó líklegra en að þeir verði að þola þá raun og sætta sig við. Reyndar vilja margir lifa svo öllurn líki, en það tekst flestum illa, og kennurum ekki betur en öðr- um, og ber margt til þess. Þeir eiga saman við marga að sælda, þar sem einn vill þetta og annar hitt. Einn vill að þú kennir með þessu lagi, öðrum ]>ykir það ótækt,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.