Menntamál - 01.01.1933, Side 23

Menntamál - 01.01.1933, Side 23
MENNTAMÁL 23 Ung stundaði Sigurbjörg ljósmótSurnám. Og var hún eftir það um skei'cS ljósmóÖir í Vatnsdalnum. Fórst henni starfiÖ vel úr höndum. En síÖar hvarf Sigurbjörg frá því og stundaÖi nám í kennaradeild Flensborgarskólans. Fór hún síðar utan og nam í Englandi og Danmörku. Þegar hún kom heirn, varð hún ketm- ari viÖ barnaskóla Reykjavíkur. Og við skóla þenna starfaði hún, þangað til hún lagðist banaleguna. Sigurbjörg þótti dugandi kennari, nákværn og hjartagóð. Hún tók þátt í skólalífinu og félagsmálum kennara. Var hún lengi í stjórn Kennarafélags barnaskóla Reykjavíkur. Sigurbjörg var vel máli farin, rökfim og athugul. Hún var allmikið við almenn mál riðin. Og alls staðar ávann hún sér traust þeirra, er með henni voru. Sigurbjörg stofnaði heimili ein síns liðs. Tók hún fátæk börn og ól þau upp. Varð hún mörgum að liði heirna og heiman. Síðustu ár æfi sinnar bjó Sigurbjörg við heilsuleysi mikiÖ, og gegndi hún oft kennslu, þótt vanheil væri. Sigurbjörg tók við kennslu í byrjun þessa skólaárs og kenndi öðru hvoru október- mánuð. LagÖist hún svo í rúmið fyrir fullt og allt. Lá hún fyrst heima, en siðar var hún flutt i sjúkrahús. Hún andaðist aÖfaranótt annars dags jóla 1932. Lík henn- ar var jarðsett að Lágafelli í Mosfellssveit, 2. janúar 1933. Voru margir viðstaddir kveðjuathöfn í dómkirkju Reykjavík- ur, en vandafólk og kennarar fóru upp að Mosfelli. Hallgrímur Jónsson. Frá stéttarfélagi liarnakennara 1 Reykjavík. Sjötíu kennarar eru nú í Stéttarfélagi barnakennara í Rvík. Þessir menn voru kosnir i stjórn félagsins á aðalfundi þess i haust: Hallgrímur Jónsson, Hannes M. Þórðarson, Gunnar M.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.