Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 4
B4 MENNTAMÁL til lasts, heldur er aðeins litið á málið, eins og það blasir við. Hvernig nú er umhorfs á þessu sviði, er rökrétt og eðlileg afleiðing þess, hvernig málin eru búin í hendur kennaranna. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi, þótt einstakir kennarar hafi með sérstökum dugnaði og atorku skapað sér ákveðnar vinnuaðferðir og náð góðum og stund- um ágætum árangri. Þeir mega teljast til undantekninga. Af því, sem nú hefur sagt verið, er ljóst, að það er hið mesta nauðsynjamál, að koma stafsetningarkennslunni í skipulegra horf en verið hefur, svo að hún verði mark- vissari og meiri og betri árangurs megi vænta. Til þess að sú skipulagning megi takast, verður að reisa hana á tveim mikilvægum forsendum: reynslu þeirri, er fengizt hefur, og rannsókn á stafsetningarleikni barna almennt og við- horfi þeirra til námsins. Vert er að minnast hér á annað atriði, sem stendur i beinu sambandi við stafsetningarkennsluna og mjög hefur verið deilt um meðal kennara, þótt ekki skipti það jafn- miklu máli og stafsetningin. Allir, sem til hafa verið kvaddir að dæma um kunnáttu barna á prófum, munu kannast við, hver vandkvæði eru á því að meta réttilega þann árangur, sem kennslan hefur borið. Á það jafnt við, hvort heldur skal dæma um kunn- áttu einstakra nemenda, heilla deilda eða aldursflokka. Sams konar vandkvæði eru einnig á því að meta framför nemenda á ákveðnu tímabili, t. d. frá ári til árs. Ástæð- urnar eru augljósar. Prófin eru samin eftir persónulegu mati eða af handahófi og vilja því oftast verða misþung, jafnvel þótt sá, er þau semur, reyni að forðast slíka ágalla. Þegar svo meta skal úrlausnir barnanna, er prófdómarinn ekki öfundsverður, þar sem hann hefur ekki neitt fast við að styðjast, engan ákveðinn mælikvarða, er hann getur lagt á kunnáttu barnanna, heldur einungis persónulegt mat sjálfs sín, sem af eðlilegum ástæðum hlýtur oft að verða harla handahófskennt. Og þótt svo sé mælt fyrir,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.