Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 40
70 MENNTAMÁL Fréttir og félagsmál Jón Kristjánsson, fyrr kennari, varð sjötugur 16. janúar siðastliðinn, fæddur 16. jan. 1876. Hann hóf barnakennslu í Akrahreppi í Skagafirði 1908. Síðan kenndi liann þar eða í Eyjafirði þar til hann lét af kennslustörfum að mestu 1938. Hann hafði notið nokkurrar kennslu hjá séra Birni Jónssyni í Miklabæ tvo vetur eftir fermingu, síðar sótti hann kennara- námskeið i Reykjavík, og loks fór hann svo í Kennaraskólann og tók próf þaðan 1921, 44 ára gamall. Jón er heiðursfélagi í Kennarafélagi Eyjafjarðar. Gamall nemandi hans, Hannes J. Magnússon kennari á Akureyri, skrifar hlýlega grein um þennan aldna sæmdarmann í Heimili og skóla, 1. hafti þessa árs. Gísli Sigurðsson, kennari í Reykjavík, varð fimmtugur 1. apríl síðastliðinn. Hann lauk kennaraprófi 1922, var síðan nokkur ár við kennslu í Laugardal, Þingvallasveit og Grafningi, en á sumrin var hann í mörg ár um- sjónarmaður á Þingvöllum og leiðbeindi ferðafólki. Árið 1930 kom hann að Austurbæjarskólanum í Reykjavík og hefur starfað síðan við þann skóla. Fundur fyrir kennara úr Árnessýslu og Rangarvallasýslu var háldinn í Barnaskólanum að Selfossi dagana 17. og 18. apríl síðastl. Boðaði Bjarni M. Jónsson námsstjóri til fundarins í samráði við stjórnir kennarafélaganna, en þær skipa Sigfús Sigurðsson, Frímann Jónasson og Halldór Sölvason fyrir Kennarafélag Rangæinga, en Stefán Sigurðs- son, Sigurður Eyjólfsson og Helgi Geirsson fyrir Kennarafélag Árnes- inga. Fundurinn var ágætlega sóttur. Námsstjóri hafði framsögu flestra mála, en Hjálmar Guðmundsson skólastjóri á Stokkseyri flutti erindi um skátahreyfinguna. Flelztu mál voru: 1. Skólalögin nýju, og voru þeir þættir mest ræddir, sem mest snerta barnaskólana. Fögnuðu fundármenn þeim í lieild, en alveg sérstaklega aukinni þátttöku rlkisins í kostnaði við byggingu skóla- húsnæðis, enda hefur húsnæðisleysi mest háð barnaskólunum bæði um fræðslu og menningaráhrif. 2. Námsstjóri flutti yfirlit um skólamál á Suðurlandi og kom víða

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.