Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 37 III. Fiskarnir hafa engin lungu. Þekktirðu bátinn, sem hrakti inn eftir firðinum? Kýrnar éta grænt heyið. Leigj- endurnir sömdu við eigendur hússins. Húsbóndinn hegndi drengnum, af því að hann gegndi ekki. Þar var margt fleira til skemmtunar. Stúlkan missti lítinn, gráan vettl- ing á heimleiðinni. Nefn'du þettá ekki á nafn. Jórunn kembdi ullina. IV. Skipið barst með straumnum og virtist ekki láta að stjórn. Kaffið er brúnt á litinn. Bögglarnir skemmd- ust, þegar vagninn valt um koll. Fimmtán tamdir svanir syntu fram og aftur um vatnið. Töngin er brotin. Konan villtist á heiðinni. Runki hljóp inn í bankaml með stór- an pinkil í fanginu. Við víkjum til hægri og sækjum á brattann. V. Kríurnar eru nýkomnar í hólmann í tjörninni. Hann klippti bl'éðin í tvennt og skipti þeim jafnt á milli okkar. Bræðurnir höfðu siglt skútunni milli dranganna. Hefurðu hengt myndina á vegginn? Jens er í hlýjum skóm. Ingu var gefinn skíðasleði. Helga bætti greininum aftan við nafnorðið. Þeir fundu hrossin milli brekkunnar og tjarn- arinnar. VI. Rósa hlakkaði til vorsins og sumarsins. Þráinn fylgdi Birni til næsta bæjar. Sveinki er sínkur. Hann sankar að sér peningum. Svanhvít kenndi minnsta barninu reikn- ing. Meðan ég dvaldist í sveitinni, var kalsi í veðri. Sokk- arnir eru nýir og hlýir. Ekki er kyn, þótt keraldið leki. Eigið þið peninga í bönkum?

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.