Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL 69 varð hundraðstalan há, 16,41% (drengir 20,37%, stúlkur 12,44%). Kemur hér enn greinilega í ljós, að drengirnir eru allmiklu lakari en stúlkurnar. Loks skal þess svo getið, að athugað var, hve oft börn- in slitu orð sundur, slengdu orðum saman eða skiptu þeim ranglega milli lína. Var þetta fremur gert til gamans en vegna hagnýts árangurs. Niðurstaðan var sú, að orð, sem rita ber í einu orði, voru 667 sinnum slitin sundur, 226 sinnum var orðum slengt saman og 171 sinni var orðum skipt rangt milli lína. Árni Þórðarson. Ársæll Sigurðsson. EFTIRMÁLI RITSTJÓRANS Þegar ritstjóri Menntamála hafði spurnir af rannsókn þeirri, sem frá er skýrt hér að framan, þóttist hanti þegar skilja, að hún myndi vera þess virði, að nokkuð yrði frá henni sagt í tímaritinu. Hann mæltist því til þess við fræðslumálastjóra, að sér yrði leyft að kynna sér niðurstöður hennar, þegar skýrslu um hana væri lokið. Tók fræðslumálastjóri því vel. En er ritstjórinn fór að lesa skýrsluna, gat liann ekki fundið, að neitt yrði úr henni fellt að skaðlausu, og var það ráð því tekið að birta hana í heilu líki í Menntamálum. Er þess vænzt, að kennarar telji það vel ráðið, því að það er hvort tveggja, að ýmsar athyglisverðar ályktanir má draga af skýrslunni og að kenn- arar geta liaft hennar bein not í daglegu starfi sínu við stafsetningar- kennsluna. Þar eru t. d. taldar upp t skipulegri röð allar helztu staf- setningarreglur íslenzkunnar, þær er vandkvæðum valda (nenta y og z). Geta kennarar prófað kunnáttu nemenda sinna í þessum reglum eftir vild og þörfum og lagt aukna áherzlu á þau atriðin, er nem- endurnir hafa sízt á valdi sfnu. Höfundar skýrslunnar hafa sýnt Menntamálum þá góðvild að lesa 2. próförk af skýrslunni allri og bera hana saman við frumritið. — Ritstjóranum þætti mjög vænt um, cf kennarar vildu senda honum línu um álit sitt á þessari merkilegu rannsókn jieirra Árna og Ársæls, þegar þeir hafa kynnt sér hana.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.