Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 38

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 38
68 MENNTAMÁL ATHUGASEMDIR OG SKÝRINGAR Áður er þess getið, að sökum endúrtekninga ýmissa orða í verkefnunum eru orðin færri á orðalistunum en í verk fnunum. Vegna endurtekninga féllu úr 221 orð. Auk þess voru ekki tekin á listana 7 orð önnur, sem ýmist hafði verið sleppt í upplestri eða augljóst var, að börnin höfðu misheyrt eða misskilið. Orðin voru þessi: Úr IV. verkefni að (oft ritað af), — VI. — þótt (oft ritáð þó), — XI. — réngt (oft ritað reynt), — XII. — ÞorbjÓ'rn (öft ritað Þorbjörg), — XVII. — eJclci (hafði fallið niður í einni deild), — XX. — frá (hafði oft fallið niður), — XX. — og (hafði oft fallið niður). Um eitt þessara orða má vafasamt telja, hvort rétt hafi verið að sleppa því. Er það fs. að (láta að stjórn). Fullvíst má telja, að tilhneiging barna (og fullorðinna) til að rugla saman að og af fari ört vaxandi, og er ruglingur sá, sem hér átti sér stað, sjálfsagt þannig til kominn. Til fróðleiks vár tekið saman, hve oft börnin rituðu lít- inn staf í upphafi málsgreina og í sérnöfnum. Við yfir- lestur úrlausnanna virtist bera allmikið á, að lítill stafur væri hafður í upphafi málsgreina, enda voru 417 villur alls í úrlausnunum af þessum sökum. Hundraðstala þessara villna varð þó mjög lág, þar sem möguleikar voru svo margir, 0,71% að meðaltali hjá báðum kynjum (drengir 1,17%, stúlkur 0,25%). Athyglisvert var, að um mun færri villur var að ræða, þegar málsgreinar hófust á sérnöfnum, 0,25% (drengir 0,45%, stúlkur 0,04%). Öðru máli var hins vegar að gegna um sérnöfn inni í málsgreinum. Þar voru villur alls 443,’) en þar sem möguleikar voru fáir, i) Rúmlega helmingur villnanna (233) kom fram í Samverjinn.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.