Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 43 Ath. Gætið þess vel, að börnin hafi skilið þessi atriði. 5. Lesa skal setningarnar með hæfilegum hraða og skýrum, eðlilegum framburði. (Endurtaka skal eftir þörfum.) Að loknum upplestri í hvert skipti skal safna blöðun- um saman og afhenda þau skólastjóra (eða þeim, sem til verður kvaddur að veita þeim viðtöku). RANNSÓKN ÚRLAUSNA Alls bárust úrlausnir frá 602 börnum. Þegar farið var að athuga þær nánar, kom í ljós, að aðeins 327 börn höfðu skrifað öll verkefnin. Eitt verkefni eða fleiri vantaði frá hverju hinna barnanna. Mun orsök þess hafa verið sú, að einmitt á þeim tíma, er prófin voru lögð fyrir, var óvenjumikið um veikindaforföll í skólunum, svo að hjá mörgum börnum féll einn og einn dagur úr skólasókn- inni. Hæf til úrvinnslu reyndust því úrlausnir hinna 327 íyrrnefndu barna. Af þeim voru svo valdar 300 úrlausnir drengja og stúlkna, 150 af hvoru kyni, er rannsaka skyldi. Þær 27 úrlausnir, er verst voru af hendi leystar, voru látnar mæta afgangi. Voru það úrlausnir 12 stúlkna og 15 drengja. Alls fengust þannig 6000 verkefni (300 X 20) með samtals 319800 orðum lesmáls (1066 X 300), er unnið var úr. Úrvinnslu var þannig hagað, að fyrst voru öll verk- efnin lesin yfir og strikað undir þau orð, sem ekki voru rituð samkvæmt núgildandi stafsetningu (z þó sleppt). Síðan voru orðin í verkefnunum rituð á sérstaka lista og merkt við þau í hvert skipti, sem þau voru rangt rituð. Rangt ritað var hvert orð talið: a) ef það var ekki ritað samkvæmt núgildandi staf- setningu,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.