Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 67 Sérstaka athygli vekur, hve tvíritað r (rr) hefur háa villutíðni. Af vangá féll eitt orð, er snerti þetta atriði, niður úr textanum, svo að aðeins tvö orð heyrðu þar undir. Orðið kyrrt féll niður. Ekki er líklegt, að þetta orð hefði lækkað villutíðni atriðisins. Hitt mun heldur, að atriðið sé mjög- þúngt meðal annars vegna þess, að það er tiltölulega fátítt í málinu. Þá vantar einnig eitt orð í atriðið eyju — eyu. Orðið eyjunum féll niður. Ekkert bendir til, að það orð hefði breytt villutíðni atriðisins, svo að nokkru næmi. Síðustu stafsetningaratriði skýrslunnar, um ei, i, í, ey, y og ý, hafa nokkra sérstöðu. Þess vegna eru orðin, er falla undir þau, ekki rituð upp, en aðeins vísað til verkefnanna. Verkefnin voru ekki samin með hliðsjón af því að kanna þessi atriði, enda er örðugt að kanna þau örugglega eftir nákvæmum reglum í jafnumfangsmikilli rannsókn að öðru leyti og þessari. Það varð því nokkuð af handahófi, hvaða orð með þessum stöfum urðu i textanum og einkum þó um fjölda þeirra. Þar er þó mjög fátt af óalgengum orðum með ey, y eða ý. Við nánari athugun þótti sjálfsagt að vinna úr þessum atriðum, þar sem brátt kom í ljós við yfirlestur úrlausnanna, að þar voru tíðar villur. Reyndist það líka svo, að ey, y og ý urðu með örðugustu stafsetn- ingaratriðunum. Könnuð voru í textanum öll orðin, er höfðu þessa sex stafi, sem hér um ræðir, þó með þeim undantekningum, að örfáum smáorðum með ei, i og í var sleppt og einnig endingum, svo sem ing í endingu, i í grein- inum og öðru hliðstæðu. Annars skýrir skýrslan sig sjálf. Með því að líta á at- riðadálkinn og dálk hundraðstölunnar sést ljóslega, hvaða stafsetningaratriði hafa reynzt börnunum erfiðust. Er ætl- azt til þess, að þær niðurstöður geti veitt hagnýtar leið- beiningar um það, hvaða atriði öðrum fremur beri að leggja áherzlu á i stafsetningarkennslu í barnaskólunum og ýmsum framhaldsskólum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.