Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 14
44 MENNTAMÁL b) ef það var ólæsilegt, c) ef breytt var um beygingarmynd, d) ef orð var fellt úr,1) e) ef skipt var um orð,2) f) ef merki vantaði yfir staf eða greinilegt var, að rangt merki var notað. Á sama hátt voru stafsetningaratriði þau, er kanna skyldi, rituð á sérstök blöð og merkt við í hvert skipti, sem vikið var frá réttum rithætti. HELZTU NIÐURSTÖDUR Eins og getið var í upphafi skýrslu þessarar, var rannsóknin aðallega gerð í þeim tilgangi að komast að raun um, hve auðvelt börnunum reyndist að stafsetja ákveðin orð og hve leikin þau væru í að beita algengum stafsetningarreglum. Niðurstöður rannsóknarinnar grein- ast því af sjálfu sér í tvennt: orðalista og reglur. A. ORDALISTAR Svo sem áður er áminnzt, var texti verkefnanna 1066 orð lesmáls alls. Eru þar með talin ýmis smáorð, sem voru mjog oft endurtekin, sum allt að 36 sinnum. Endur- teknu orðin gengu úr af sjálfu sér, þegar orðalistinn var tekinn saman. Þá féllu og nokkur orð önnur niður af öðrum ástæðum. Dragast þannig frá heildartölunni 328 orð, svo að eftir verða þau 738 orð, er eftirfarandi listar sýna. Tölurnar aftan við orðin á listunum eru hundraðstöl- 1) Sjá bls. 68. 2) Sjá bls. 68 og athgr. ncðanmáls á bls. 54, 55 og 56.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.