Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 42

Menntamál - 01.04.1946, Blaðsíða 42
72 MENNTAMÁL Heimili og skóli. I i. hei'ti þessa árgangs eru ýmsar góðar og læsilegar greinar, eins og vant er að vera í |m riti. Þessar greinar niá nefna: Litið til fugl- nnna i loftinu eftir Ásmund prófessor Guðmundsson, Egill Þorláksson sextugur eftir Hannes f. Magnússon, Mark og leiðir eftir Snorra Sig- fússon, Jón Kristjánsson kennari sjölugur eftir Hannes f. Magnússon og „Mönnunum miðar ...." eftir Jón Gauta Pétursson. Skúlablaðið, málgagn Kennarafélags Færeyja, er hressilega skrifað og ber vott um mikinn áhuga hjá stéttarbræðrum okkar í Færeyjum, eins og áður hefur verið minnst á í Menntamálum. Þeim er það ljóst, að smáþjóðir eins og þeir og við erum eiga allt sitt líf undir því, að hver einstakl- ingur nýtist sem bezt. En það mark næst ekki nema skólastarfsemin sé í góðu lagi. í blaðinu eru nefnd til þrjú atriði, sem kennarar vona, að milliþinganefnd lögþingsins í skólamálum taki til athugunar og framkvæmda, en þau eru þessi: 1) Nýr og heppilegur kennaraskóli og þar með betur undirbúnir kennarar, 2) gott og vel viðhaldið skóla- hús í hverri sveit og kennaraíbúð hjá, 3) næg og góð kennsluáhöld og góð kennaralaun. 700 ár eru nú liðin síðan ritmál Færeyinga varð til í því formi, sem það hefur enn. Það ár skrifaði V. U. Hammershaimb grein í danskt mál- fræði-tímarit og birti þar kafla á færeysku með þeirri stafsetningu, sem hann taldi heppilegasta, og gildir sú stafsetning enn á færeysku. Áður hafði mönnum þótt, að ekki væri unnt að skrifa neitt sem liéti á færeysku, því að hún væri ekki annað en „mállýzka", en nú er það fyrir liingu viðurkennt af öllum, sem vit hafa á, að færeyskan getur verið mjiig snjallt ritmál og að sú tunga hefur varðveitt sum einkenni hins forna, norræna máls betur en islenzkan. Færeyingar telja Hamrn- ershaimb einhvern merkasta mann sinn á sviði þjóðernis- og menn- ingarmála. ÚTGEFANDI: SAMI5AND ÍSLENZKRA BARNARENNARA. Útgáfustjórn: Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri, Ingimar Jóhannesson, Arngrimur Kristjánsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.