Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 12

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 12
í nýju formi, eftir ]jví sem viðliorf hans höfðu breytzt. Sálarsársauki og ástvinamissir virðist geta leyst listamenn og list úr böndum. Þannig virðist Albert hafa verið farið eftir sonarmissinn. Þá sleit hann sig úr böndum og gerðist djarfari og stórvirk- ari, enda verk hans eftirsóttari að sama skapi. — Honum voru falin stærri og við- urhlutameiri verk en tíðkaðist. Alexand- ersmyndirnar eru meðal þeirra. Það at- vikaðist þannig, að 1812 ætlaði Napóleon mikli að heimsækja Róm. Skyldi þá skreyta borgina svo sem fremst var kost- ur, sali og slot. Albert var falið að gera veggbrík á hátíðasal Quinalhallarinnar. Skyldi hún vera 35 metra löng og 1,15 m. á breidd, og verkinu lokið á skömm- um tíma, eða á þremur mánuðum. Ur- lausnarefnið, sem Albert valdi sér, var „Innreið Alexanders í Babylon“. — Samtímafrásagnir eru til af vinnubrögð- um hans við þessa mynd. Hann vann að jafnaði tíu tíma á dag. — Keisarinn kom að vísu ekki til Rómar og sá ekki myndina, en hann lagði þó fram 320.000 franka til að láta höggva hana í mar- mara. Alexandersbríkin varð eitt sporið enn á framabraut Alberts. — Prægð fylgja fjármunir, kaupendur urðu fleiri, og einn jafnan öruggur, Lúðvík konung- ur af Bæjaralandi. Ilann keypti í þann mund myndina af ADONIS á 4000 rík- isdali, sem var mikið fé. — Lúðvík Bæj- arakóngur er af sumum talinn hafa ver- ið skrítinn kóngur á einn og annan hátt. — Sjálfur hefi ég margskoðað söfn hans og dáðst að, og hvað sem öll mannkyns- saga kann að segja, álít ég hann hafa verið mikinn listfrömuð og jafnvel ís- lendingar megi vera honum þakklátir fyrir stuðning hans við landa okkar Albert Thorvaldsen, og það, með hverj- um hætti hann skapaði honum starfs- og lífsmöguleika og hélt og mun halda merki hans á lofti um aldir. Sem fyrr er sagt, er hvorki rúm né kunnugleiki til þess að rekja eða skil- greina list eða listaverk Thorvaldsens. — Flestar myndir Thorvaldsens urðu auð- vitað til í Róm. Ómögulegt er að tíunda þann fjölda, en tæpa má á einhverju, sem íslendingum kann að vera öðru fremur kunnugt um svo sem „Ganymedes og smaladrengurinn“, sjálfsmynd hans, þar sem hann styður sig við myndastyttuna „Vonina“, sem talið er að hafi verið fullgerð 1817. Danir gáfu íslendingum þá mynd fullsteypta í kopar þjóðhátíðar- árið 1874. — Stóð hún fyrst á Austur- velli en nú í svokölluðum Hljómskála- garði við Tjarnarenda í Reykjavík. —- Auðvitað eru til margar sögur, sann- ar eða tilgáta, um verðandi listaverk Thorvaldsens. Ein er sú, að árið 1815 hafi hann verið sérlega dapur og þjáðst af svefnleysi. Að morgni þeirrar and- vökunætur kom gipsmótari einn í stofu hans og fékk honum Nóttina, en þegar þessi vinur hans var í þann mund að loka hurðinni, kallaði Albert á eftir honum: „Bíddu annars svolitla stund, Antóníó, svo að þú getir tekið þessa um leið“, og Al- bert mótaði í skyndi aðra mynd, Dögun. Senn urðu það fínheit og fordild að fá Thorvaldsen til þess að móta sig 1 leir og síðar höggva. Mörg sögupersóna nítjándu aldar lagði leið sína til vinnu- stofu hans. — Einn dag kom Byron la- varður þangað fyrirvaralaust, annars þurftu menn jafnaðarlega að biðja um viðtalstíma. Þetta mun liafa verið vorið 1817. Átti Albert að móta brjóstmynd 156 VORIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.