Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 32

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 32
er Guð“. Þetta jólakvöld vaknaði vonin og gleðin í hjarta mínu, en ég tímdi ekki að kveikja á kertinu mínu. Mér fannst, að meðan ég ætti það, gæti ég fundið kærleika móður minnar og kærleika Guðs, en það var barnaskapur, því að allt, sem við sjáum, minnir okkur á kær- leika Guðs. En eftir þetta liætti mér að leiðast, og ef mér var þungt í skapi, fór ég og skoðaði kertið mitt og liugsaði um hana mömmu, sem allt af elskar mig. Síðan hefur kertið allt af fylgt mér og það er einmitt það, sem ég kveikti á núna, til að hugga þig, litla stúlkan mín“. „Þakka þér fyrir söguna, mamma mín, og kertið líka. Nú veit ég að engillinn sér hæinn okkar“. Hvaða skrölt heyrðist neðan úr vör- inni. Gat það verið að þeir væru komn- ir? Allra snöggvast flaug henni í iiug, að ef til vill hefði ljósið lýst þeim. Skömmu seinna heyrðist gengið um bæj- ardyrnar. Það var Sveinn. Iíann var kaldur og votur af ágjöfum, en það var gleðiglampi í augum hans og bros á vör- um hans, þegar hann heilsaði konu sinni og dóttur. „Þakka þér fyrir ljósið“, sagði hann, „það hefur bjargað lífi okkar. Þeg- ar hríðinni var að létta, vorum við komn- ir að eyjunum, ég heyrði það á brim- hljóðinu. Þá var eftir að finna vörina í myrkrinu, en þá kom blessað ljósið og þá var ég glaður, því að þetta er eini glugginn, sem snýr í þessa átt“. „Það er litlu stúlkunni að þakka og svo kertinu hennar mömmu“, sagði kona hans. HJÁ LÆKNINUM Leikendur: Læknirinn (L) Lítill maður (M) Leiksvið.- Lækningastofa. L: Kom inn. M (Ivemur inn með tösku í hendinni) : Góðann daginn, herra læknir. L (Sem er önnum kafinn): Gerið svo vel að fara úr. M: Já, en ég . . . L: Ég sagði, gerið svo vel að fara úr fötunum. (Læknirinn skrifar. Maðurinn byrjar að fara úr fötunum nokkru seinna). M: Fyrirgefið, en ég ... L: Ætlið þér að fara úr, eða ætlið þér ekki að fara úr? M (heldur áfram að fara úr og ypph' öxlum) : Fyrirgefið, herra læknir, en ég.. • L (reiður) : Heyrið þér nú, góði maður. Farið þér nú úr fötunum og það í ein- um hvelli. (Maðurinn heldur áfram og hristir höfuðið. Nokkru seinna, þegar læknirinn er búinn að skcifa, snýr hann sér að manninum). L: Jæja, maður minn. Hvað viljið þer þá? M (Um leið og hann dregur andann léttara.) : Aali, ég átti bara, ef það væru ekki of jnikil óþægindi fyrir lækninn, að afhenda honum þetta frá apótekinu. (Réttir lækninum lítinn palcka). Tjaldið. 176 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.