Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 19

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 19
leit vel í kringum sig, en gat hvergi séð módel af lest, ekki heldur í hinum glugg- unum. Iíann fékk óþægindi fyrir hjartað. Skyldi hún vera seld? Og sennilega fengust ekki fleiri. Það voru aðeins tveir dagar til jóla, og ef til vill var þetta sú síðasta. Honum kom í hug að spyrja um það, en hætti við það aftur. Hann kunni ekki við að fara inn í búðina, þegar. liann ætlaði ekkert að kaupa. Iíann fór heim á leið dapur í huga. Það var engin ástæða til að flýta sér, því að það var enginn heima. Pabbi hans var ekki kominn heim úr vinn- unni, og mamma hans vann á sauma- stofu jólamánuðinn, af því að þar var svo mikið að gera. Þennan tíma höfðu þau haft unglings- stúlku til að taka til í húsinu á morgn- ana. Hún var heldur lítið gefin, en frá fátæku heimili, sem var fegið að fá þókn- unina, sem hún fékk fyrir jólin. Henrik var ekkert um það gefið, að mamma hans hafði talað um að bjóða Elvu til þeirra á aðfangadagskvöldið. Þá var amma vön að koma, en hún var ein af fjölskyldunni. Hefði Elva verið strákur, þá var öðru máli að gegna. Hen- rik var á þeim aldri, að hann fyrirleit stelpur. Þegar hann kom heim og hafði losað sig við skólatöskuna settist hann við eld- húsborðið og drakk mjólkina og borðaði brauðið, sem beið hans þar. En meðan hann borðaði var hann allt- af að hugsa um lestina. Hann var leið- ur yfir að búið var að selja hana. En allr í einu kom honum nokkuð í liug, sem létti skapið. Það gat verið, að foreldrar bans hefðu keypt liana. Gaman væri að líta eftir. Hann hafði grun um, að mamma lians hefði látið eit.t- hvað í skápinn, þegar hún kom heim í gærkvöldi. Hún gat hafa hætt aðeins fyrr í saumastofunni til að fara í búðir. Það var erfitt að bíða og vita ekkert. Að bíða í tvo daga í óvissu, og svo var það ef til vill ekki lestin. Hann vissi, að það var ekki fallegt að njósna, en aðeins. . . . Næstum áður en hann vissi af, stóð hann inni í svefnherbergi foreldra sinna, og hafði opnað skápshurðina. Þar var ekkert óvenjulegt að sjá. Þar héngu aðeins fötin eins og venjulega. Og hann lokaði skápnum aftur og hafði orð- ið fyrir vonbrigðum. En ofan á skápnum? Það var liátt þangað og brún framan á lionum, svo að þar gátu vel verið faldir bögglar. Hann sótti kollstól og lét við skápinn, en þó að hann stæði upp á honum, gat hann ekki séð upp á skápinn. Iiann rétti hend- ina inn fyrir brúnina og var heitur af eftirvæntingu, þegar hann fann, að þarna var einhver böggull. Hann varð að skoða þennan pakka. Hann leit í kringum sig. Hvað gat hann látið upp á stólinn, svo að hann yrði nógu liár til að ná í böggulinn. Marokkópúðinn! Já, hann var hæfileg- ur. Ilann náði í hann í snatri og lét hann upp á stólinn. Þetta var undarlegur böggull, hugsaði hann, þegar hann hafði hann milli hand- anna. Hann var harður með livössum brúnum. Það voru ekki föt og ekki held- ur lestin, og þarna var aðeins þessi eini böggull. Ilvað gat þetta verið ? Hann sneri honum fyrir sér. Það gat varla gert neitt til, þó að 163 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.