Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 27

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 27
Þetta er líka síðasta brauðsneiðin, sem þú ert að borða og þá á ég ekkert til.“ Þórir lauk úr glasinu og sagði: „Uss, ég nenni því ekki, ]>n getur bara gert það sjálf.“ Um leið og hann sleppti orð- inu var bann þotinn út á götu. Ekki sá Þórir neina félaga sína úti. í Hjalteyrargötunni kom hann að gömlum geymsluskúr, sem stóð þar á bak við hús. Þar var verið að mála bjöllu af reiðhjóli. Málarinn var lítið eitt eldri en Þórir og hét, Lalli. Lalla liafði vantað bjöllu á hjólið sitt og gripið því til þess óheilla- verks, að skrúfa bjölluna af hjólinu hans Nonna litla í Norðurgötunni. Nú átti að mála bjölluna svo að Nonni þekkti hana ekki aftur. Lalli átti rauða málningu í boxi og pensil. Um leið og hann dýfði penslinum í málninguna sagði hann við Þóri. „Ef þú segir að ég hafi stolið bjöll- unni, þá skal ég segja mömmu þinni, að þú hefir reykt, af sígarettu, sem hann Helgi náði í hjá pabba sínum.“ Þórir horfði á Lalla mála lokið á bjöll- unni og svaraði fáu. Iíann sá nú reyndar eftir að hafa reykt sígarettuna, en Helgi hafði narrað hann til þess. Þórir vissi, að hann gerði ekki alltaf það sem réttast var og fallegast, en hann vissi líka, að Lalli var ekkert betri. Lalli mátti eiga 81g- Þóri fannst Lalli ekki vera í sem beztu skapi í dag. Ef til vill liafði Lalli samvizkubit af að hafa stolið bjöllunni, þótt fremur væri það ólíklegt. Þórir fór frá Lalla. Lalli var líka þjófur, kannske líka bófi. Það væri ef til vill réttast að segja Nonna liver hafði tekið bjölluna. Það gerði að minnsta kosti ekkert til, þó að liann færi upp í Norðurgötu og skoð- a®i hjólið hans. Hann liafði svo sem ekk- ert annað að gera. Vorið Þegar hann var næstum kominn að Norðurgötunni, heyrði liann kallað: „Hæ, Þórir!“ Það var Beggi, sem kall- aði. „Komdu með út í búð Þórir, ég þarf að kaupa kaffi fyrir mömmu. Á eftir getum við farið áð smíða flugdreka inni lijá afa.“ Þetta var ákveðið, Afi hans Begga var gamall og góður karl, sem drengirnir þekktu vel. Hann liafði hefilbekk niðri í kjallara og vann þar við að smíða ýmsa smáhluti og binda inn bækur fyrir ná- grannana. Afa þótti vænt. um drengina og leyfði þeim fúslega að smíða flugdrek- ann í kjallaranum hjá sér. Þar undu drengirnir sér fram að kvöldmat. Þá var smíðinni lokið, en komið var myrkur og of seint að setja flugdrekann upp þann daginn. Beggi þurfti líka að fara að borða og afi sagði við Þóri, að hann skyldi fara heim, það væri orðið svo framorðið og kannske færi mamma hans að óttast um hann. Eg vildi, að ég ætti þennan afa, þetta er svo góður afi, hugsaði Þórir, þegar hann kom út. Þórir virtist dálítið hugs- andi á svipinn. Allt í einu staðnæmdist hann og sneri við. Hann ætlaði til Nonna og segja honum hvar bjallan væri. — Þegar Þórir kom frá Nonna, leið hon- um undarlega vel. Stefán, Pabbi hans Nonna, hafði tekið í hönd hans og þakk- að lionum vel fyrir og hann hafði heyrt, að hann sagði við ltonu sína, að það yrði einhverntíma maður iir þessum strák. Þegar Þórir kom að húsinu, sem hann bjó í, brá honum við. Dyrnar voru læst- ar og hvergi ljós í glugga. Hvernig stóð á þessu? Yar mamma ekki heima? Það var ólíkt henni að vera ekki heima á kvöldin. Þórir fór niður tröppurnar og að geymsluglugganum í kjallaranum. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.