Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 3
Hvað tekur við eftir dauöann? Dauðinn virðist alltaf vera mönnum ógn. Óvissan um hvað tekur við eftir dauðann er þeim stöðugt umhugsunarefni og þeir vilja svör. Ýmis svör eru borin á borð. Hugmyndir um endurholdgun í ýmsum myndum eiga sér allnokkurt íylgi og virðast fela í sér von um enn eitt tækifæri til að ná lengra á þroskabrautinni. Spíritismi með boðskap um framhaldslíf sálar á nýju tilverusviði höfðar til margra og þeir reyna jafnvel að komast í samband við hina látnu með milligöngu miðla til að fá staðfestingu á því að líf sé eftir dauðann. Margir telja jafnvel að kristin trú og spíritismi geti farið saman. Svo eru þeir sem telja öllu lok- ið með dauðanum og það taki ekkert við. Flestir virðast þó vera í óvissu um hvað taki við en vona samt að öllu ljúki ekki með dauðanum. Boðskapur kristninnar um upprisu til eilífs lífs með Guði virðist ekki vera efstur á blaði þegar fólk er spurt hvað það telji að taki við að loknu þessu lífl. Ætli orð hans sem sagði: „Ég er upprisan og lífið", eigi ekki lengur hljómgrunn? En hann bætti við: „Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja“ (Jóh. ll:25n). Hér er mönnum boðuð von andspænis dauðanum. Og Jesús staðfesti þessi orð sín með upprisu sinni frá dauðum. Hvað ætli valdi því að margir treysta sér ekki til að taka Jesú á orðinu og leita í staðinn annarra svara við spumingunni um það hvað tekur við eftir dauðann? Ef til vill þykir mörgum boðskapur kristninnar um upprisu frá dauðum of róttækur eða íjarstæðukenndur. Ef til vill hefur boðskapurinn um upprisuna ekki hljómað nógu skýrt og á stundum verið mengaður af hugmyndum ættuðum frá spíritisma. Ef til vill hefur boðskapurinn um þá von sem fólgin er í upprisu Jesú Krists ekki verið útlistaður með nægri djörfung. Þetta er þó eitt af kjamaatriðum kristinnar trúar. í trúarjátningunum játum við trú á upprisu og eilíft líf og sú trú grundvallast á upprisu Jesú Krists. Páll postuli gengur svo langt i 1. Korintubréfi að segja: „Þvi að ef dauðir rísa ekki upp, er Kristur ekki heldur upprisinn. En ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér emð þá enn í syndum yðar, og þá em einnig þeir sem sofnaðir em í trú á Krist, glataðir" (15:16-18). En Páll bætti við: „En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir em“ (v. 20). í þessu er von kristins manns fólgin. Kristur er upprisinn og þeir sem á hann trúa munu rísa upp til eilífs lífs með honum í Guðs ríki. Þetta er svarið við ógn dauðans. Boðskapur páskanna er einstæður. Upprisa Jesú markar þáttaskil. Vald dauð- ans er brotið á bak aftur. Mönnum er boðuð von andspænis þjáningu, sorg og dauða. Hvorki endurholdgunarkenningar né hugmyndir spíritisma um framhalds- líf sálar gefa svar sem byggjandi er á. Jesús Kristur einn hefur sigrað dauðann og gefur okkur hlutdeild í þeim sigri. Bindum þvi von okkar við hann. /(^WWVW^J. 3i®»rmí Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð I lausasölu kr. 500,-. Umbrot og úllit: SEM ER útgáfa. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Hvað tekur við eftir dauðann?..... 3 Bjarni Randver Sigurvinsson og Sigurgeir Gíslason: Getur spíritisminn talist kristindómur?.. 4 Spurningum beint til Einars Sigurbjörnssonar, Þórhalls Guðmundssonar og Guðna Þorvaldssonar ................ 6, 8 og 10 Guðmundur Karl Brynjarsson: „Þetta jarðneska drasl er fánýtt" Viðtal við Magnús Eiríksson............13 Sr. Kjartan Jónsson: Hin hliðin á prestinum Viðtal við sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur. 16 Um víða veröld........................21 Margrét Jóhannesdóttir: L’Abri................................22 GunnarJ. Gunnarsson: Hvað er Vísindakirkjan?...............24 Bókaskápurinn Nanna Guðný Sigurðardóttir: Undirfjöguraugu.......................25 Á kristilegu stúdentamóti.............26 Sr. Jónas Gíslason: Páskarnir gjörbreyta öllu.............28 Sr. Vigfús Ingvar ingvarsson: Þéranir í Biblíunni?..................28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.