Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 17
n ■ hlutum saman. Það hvarflaði oft að mér að gefast upp í náminu og fara bara austur. 1988 kláraði ég guðfræðina. Það ár fékk ég styrk úr Kristnisjóði, svo kall- aðan prédikunarstyrk, og starfaði hjá Reykjavíkurprófastsdæmi í tvo mánuði, mest í Bústaðakirkju, og kynntist þá betur innviðum kirkjunnar. Mér fannst prestsstarfið að mörgu leyti freistandi starf, en áttaði mig á að það væri afskap- lega kreíjandi en gæti einnig verið mjög gefandi. Þetta varð til þess að ég fór að verða tvístígandi varðandi ákvörðun mína að fara ekki út í prestsskap. Ég var nú mikið á báðum áttum og tók mér veturinn á eftir að ég útskrifaðist til að hugsa þetta til enda. Það ár var ég verkefnaráðin hjá Biskupsstofu við þýðingu á bækling sem ber yfirskriftina: „Konur eru kon- um bestar." Hann hefur verið notaður á sjálfsstyrkingarnámskeiðum fyrir kon- ur. Síðan afréð ég í samráði við mann- inn minn að taka vígslu. Það kom líka til af því að ég hafði hitt Svavar Stefáns- son, sem þá var prestur á Neskaups- stað. Hann sagði mér að hann væri að fara í eins árs námsdvöl erlendis. Okkur fannst dálítið spennandi að vera nærri heimahögum, en það hafði alltaf verið á stefnuskránni að fara austur þegar ég lyki námi. Það varð úr að ég vígðist sem farprestur 1989. Þá fórum við austur á Neskaupsstað og ég leysti sr. Svavar af í fjarveru hans." í prestsskap Með tilliti til hejðbundinna hlutverka kynjanna, þá hefur þetta ekki bara verið auðveltjyrir manninn þinn. „Nei, áreiðanlega ekki. Hann hefur ávallt stutt mig og aldrei verið neinn þröskuldur í þvi sem ég hef tekið mér íyrir hendur. Fyrsta árið mitt í prests- skap urðu heilmikil umskipti á hlut- verkum okkar, þvi að hann fékk ekki vinnu við sitt hæfi fyrir austan og var meira og minna laus. Hann vann á skrif- stofu um tíma, svo að hann kynntist þvi hvað það er að vera óráðinn og öðrum háður. Honum líkaði það ekki alls kostar. Varðandi þennan kynjamun, þá er ég oft spurð: „Hvernig er að vera kven- prestur?" Ég efast um að karlmaður sé spurður að því hvernig það sé að vera karlprestur. Ég veit náttúrulega ekki hvemig það er að vera karlprestur. Ég get bara svarað því hvernig það er að vera prestur. Ég er kona og hlýt að tak- ast á við mitt starf sem manneskja með öllum mínum kostum og göllum." Fýrsta árið mitt í prestsskap var mik- ið reynsluár. Mér varð það ljóst, hafði reyndar fundið það strax á vígsludegi mínum, hversu mikil umskipti yrðu í öllu lífi mínu og íjölskyldu minnar við að taka vígsluna. Hún varð ekki aftur tekin. Og sú er raunin að þetta starf er engu öðru líkt. Prestur á afskaplega erfitt með að afklæðast þessu starfi eða vigslunni og getur það í rauninni ekki. Það er sama hvert hann fer, hann er vígður. “ Finnst þér það vera baggi? „Fýrst fannst mér það.“ Finnst þér þú vera svipt einhveiju Jrelsi? „Fyrst fannst mér það. En nú flnnst mér ég alls ekki hafa tapað af neinu frelsi. „Til frelsis kallaði Kristur oss, segir postulinn. Það er hið eina sanna frelsi, frelsið í Kristi, en slíkt frelsi er ekki án ábyrgðar og skuldbindingar við lífið allt og samfélag meðsystkinanna. Mér fannst vígslan ekki frelsissvipting Varðandi pennan kynjamun, pá er ég oft spurð: „Hvernig er að vera kvenprestur?" Ég efast um að karlmaður sé spurður að pvíhvernig pað sé að vera karlprestur. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.