Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 5
sem talið var reimt, enda tók ýmislegt undarlegt að gerast, þegar hún ílutti þar inn. Húsgögn voru færð til, rúmin hrist- ust og stanslaus högg heyrðust. Ein af dætrunum, Kate, sem þá var 11 ára, reyndi að ná sambandi við það afl, sem stóð að baki þessum reimleikum, og tókst henni það með þvi að spyrja, hvort það gæti barið högg í réttu hlutfalli við það, hvemig hún smellti saman flngur- gómum sínum. Fregnin um þetta barst skjótt um bæinn og þusti fólk að til að verða vitni að þessum fyrirbærum. Frekari eftirgrennslan leiddi í ljós, að andinn sagðist vera framliðinn farands- sali, sem hefði verið myrtur nokkrum ámm áður og graflnn í kjallara hússins. Ekkert lík fannst hins vegar i húsinu fyrr en 56 árum síðar og þá á öðrum stað en andinn hafði sagt til um. Systurnar Kate, Margaret og Leah. Fox-fjölskyldan fluttist fljótlega út úr húsinu, en höggin fylgdu henni engu að síður eftir. Smám saman tókst systr- unum, Kate, Margaret og Leah, að ná betra sambandi við andana og gerðust þær miðlar og nutu mikilla vinsælda sem slíkar. Ýmsum nefndum var komið á fót til að rannsaka þessi fyrirbæri og úrskurða um hvort svik væm í tafli, en margir sannfærðust um áreiðanleika þeirra, og var fyrsti sameiginlegi fundur spíritista haldinn síðla árs 1849 í Roch- ester. Árið 1857 snerist Margaret hins vegar óvænt gegn spíritismanum, þegar hún gerðist rómversk-kaþólsk, en Fox- fjölskyldan hafði tilheyrt meþódistum. Ekki leið þó á löngu þar til hún tók upp fyrri iðju á ný. Síðar varð Margaret upp- vís að svikum á miðilsfundi í New York, en hún hélt því fram, að henni hefði verið borgað fyrir það af andstæðingum spírit- ista, enda í mikilli fjárþörf. Þar sem bæði Margaret og Kate hneigðust til mikillar drykkju, reyndi elsta systirin, Leah, að láta taka böm þeirra frá þeim, en það leiddi til mikillar óvildar þeirra í garð hennar og annarra, sem að málinu komu.2 Þrátt fyrir þessi vandamál kom fljót- lega fram mikill ijöldi alls kyns miðla, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur einnig um allan heim, því hreyfingin breiddist hratt út. Engu að síður deildu menn hart um gildi spíritismans, enda töldu margir hann vera hrein hindur- vitni og kukl. Aðrir bentu hins vegar á, að kenningar spíritista ættu ekkert skylt við kristna trú, en fyrir vikið sögðu marg- ir spíritistar skilið við kirkjur sínar og stofnuðu nýjar, sjálfstæðar, spíritískar kirkjur. Auk þess er svo til fjöldi sálar- rannsóknarfélaga um allan heim, sem leitast hafa við að rannsaka fyrirbærin með visindalegum aðferðum, enda þótt þeim hafl mörgum hveijum hætt til að gera hina spíritisku hugmyndafræði að heilögum sannleik og því fengið á sig trúarlegan blæ.3 Spíritisminn til íslands Talið er að spíritisminn hafi fyrst borist hingað til lands árið 1904, þegar Einar H. Kvaran rithöfundur, sem þá var rit- stjóri blaðsins Norðurlands á Akureyri,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.