Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 4
Bjarni Randver Sigurvinsson og Sigurgeir Gíslason spintisminn talist kristindómur? Sagan sýnir, að mannkynið hefur alla tíð velt fyrir sér tilgangi lífsins, hvaðan það sé komið og hvað um það muni verða. Þó vita allir, að þeir munu fyrr eða síðar deyja, en hvað um þá verður eru hins vegar skiptar skoðanir. Þar sem flestir syrgja einhvern tímann á lífsleiðinni látna ættingja eða aðra ástvini, sem jafnvel dóu fyrir aldur fram, þá hafa ýmsir leitað leiða til að ná sambandi við þá á ný. Miðlar virðast t.d. hafa verið til frá örófi alda, en störf þeirra hafa jafnan veríð umdeild og jafnvel fordæmd. Hvað er spíritismi? Sú hugmyndafræði kallast jafnan spírit- ismi, sem gerir ráð fyrir því, að andi mannsins sé ódauðlegur og haldi áfram á því sem næst eilífri þroskabraut sinni eftir líkamsdauðann. Þeir, sem kallast spíritistar, trúa því, að hægt sé að komast í samband'við framliðið fólk og fá frá því skilaboð með ýmsum hætti svo sem i gegnum miðla, sem falla í miðilssvefn eða halda sérstaka skyggni- lýsingarfundi, þar sem þeir greina frá því, er þeir sjá og heyra. Huglæknar kallast svo þeir miðlar, sem telja sig vera í sambandi við framliðna lækna, er geti greint sjúkdóma fólks og jafnvel læknað það. Einnig telja ýmsir, að hægt sé að ná sambandi við framliðna með ósjálfráðri skrift, andaglasi og anda- borði. Margt annað hefur verið ílokkað undir spíritisma, enda þótt það þurfi ekki endi- lega að tengjast framliðnum. Skyggni kallast t.d. sá eiginleiki, þegar menn greina hluti eða verur, sem aðrir verða að öllu jöfnu ekki varir við. Með hlut- skyggni er síðan átt við, að unnt sé að greina sögu þess hlutar, sem handleik- inn er, en skylt þessu er sá eiginleiki að geta lesið úr kristalskúlu, bolla eða spil- um. Dulheym er það kallað, þegar ein- hver heyrir raddir, högg eða önnur hljóð, sem aðrir heyra ekki. Hugsanaílutningur jafnvel heimshorna á milli er nefndur Qarhrif og þegar hlutir færast úr stað af óútskýranlegum orsökum er það nefnt hreyfifyrirbæri.1 Þetta allt er síðan yfir- leitt kallað dulræn fyrirbæri, dulspeki eða dultrú, þ.e. „occultism" á ensku. Til eru margar greinar af spíritisma og eru því fylgismenn hans um margt ósammála. Sumir hafa reynt að aðlaga spíritismann að trúararfleifð sinni svo sem kristinni trú, en aðrir hafa hafnað gömlu rótgrónu trúarbrögðunum og stofnað sérstaka trúarhópa í staðinn, þar sem jafnan er leitað leiðsagnar ein- hverra tiltekinna anda. Upphaf nútíma spíritisma Enda þótt þessi dulrænu fyrirbæri hafi flest verið þekkt frá alda öðli og spírit- istar geti ekki talist einleitur hópur, þá rekja þeir flestir upphaf hreyfingarinnar til heimilis Fox-f)ölskyldunnar í Hydes- vflle í Bandaríkjunum árið 1848. Nokkru áður hafði hún fest kaup á húsi, þar Bjarni Randver Sigurvinsson og Sigurgeir Gíslason.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.