Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 26
Henning Emil Magnússon Helgina 21.-23. febrúar fór hóp- ur stúdenta á kristilegt mót í Ölveri undir Hafnaríjalli. Kristi- legt stúdentafélag er ekki eingöngu fyrir þá sem bera sæmdarheitið stúdent, þama vom til að mynda strætisvagna- stjórar, húsvörður og flugvirki. En hóp- urinn átti það sameiginlegt að vera á hefðbundum stúdentsaldri. Helgin var gott tækifæri til þess að uppbyggjast í kristinni trú. Biblíulestrar, umræður, kyrrðarstundir, hugleiðingar, söngur, bænastundir og bókakynningar voru meðal efnis. Viðfangsefni biblíufræðsl- unnar og umræðnanna voru samfélag hinna kristnu og sjálfsmynd kristins manns. Staðurinn var tilvalin umgjörð fyrir mannfögnuð af þessu tagi. Það vekur ef til vill athygli að 40 stúdentar leggi leið sína á kristilegt mót yfir hávetur og það vekur kannski líka at- hygli að eitthvað sé til sem heitir Kristi- legt stúdentafélag! Tíðindamaður Bjarma á mótinu velti þessum spurn- ingum fyrir sér og leitaði upplýsinga hjá formanni félagsins og einum almennum þátttakanda af mótinu. „Andrésaraðferðin" best Helga Vilborg Siguijónsdóttir, formaður, hvað er KSF? Kristilegt stúdentafélag er félag sem starfar meðal fólks á háskólaaldri, þ.e.a.s. starf þess miðast fyrst og fremst við fólk á aldrinum 20-30 ára en engum er úthýst. Starfsemin er fjölbreytt. Fýrst ber að nefna samverurnar á föstu- dögum í loftstofunni, þar hittast KSF- ingar og rækja trú sína með söng, bæn, umræðum og biblíulestrum. Fýrirlestrar eru haldnir í háskólanum og öðrum skólum á framhaldsstigi í samráði við nemendafélög skólanna og deildanna. Nú í vetur hefur stúdentafélagið farið af stað með bókaborð í háskólanum sem hefur vakið athygli á félaginu. Hversu gamalt er þettafélag? Félagið á sér langa sögu, það er 60 ára gamalt. Er þetta þá ekki orðinn hálfgerður steingervingur? Er KSF eingöngu nafn sem ekkert líf er á bak við? Stundum hefur starfsemin verið líflaus og saga félagsins einkennist af miklum sveiflum. Það hefur ekki alltaf staðið undir merkjum sem evangelískt félag. En það er líf í félaginu núna, það er jákvæð þróun, allt stefnir upp á við. Heldur þú að sá aldur sem KSF vinnur á meðal sé erfiðari aðfást við en t.d. gagnfræðaskóla- og framhaldsskólaaldurinn? Já, ég er ekki frá þvi. Fólk er gagmýnna en það kemur þá á móti að það spáir mikið í hlutina og vill fá svör. Félagið hefur komið sér upp hefðbundum starfsaðferðum sem þú hefur þegar talið upp. Eru þær góðar? Myndu aðrar henta betur? Ég held að það sem er notað í dag sé gott eins langt og það nær. Það þarf samt að vekja meiri athygli á félaginu út Tveir á uppleið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.