Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 18
varðandi mig sjálfa aðallega, heldur væri fjölskyldan mín kannski komin í ánauð. Bernskuminningin úr litla samfélag- inu á Fáskrúðsfirði var meðal annars sú að börn og makar manna sem gegndu ábyrgðar- og áberandi stöðum ættu oft erfitt uppdráttar og stundum ómaklega að þeim vegið vegna starfa heimilisfeðr- anna í þeim tilvikum. Mér hefur þótt það mjög sár tilhugsun, ef mín mistök og verk bitnuðu á dætrum mínum og eiginmanni. Ég kunni mjög vel við mig á Nes- kaupsstað. Tíminn þar var dýrmætur en jafnframt mikil reynsla. Þar urðu áföll sem voru erfið. Minningin frá þessu fyrsta ári fylgir manni. Frá Neskaupsstað fór ég til Grinda- víkur árið 1990. Ég kann vel við mig og fjölskyldan er ánægð þar. Maðurinn minn er sjálfstæður atvinnurekandi og hefur byggt upp eigið fyrirtæki sem smíðar rækjuvélar og þjónustar rækju- vinnslu í landinu. Hann er með sex menn í vinnu. Það er búið vel að prest- inum. Grindavíkurprestakall saman- stendur af Grindavík og Höfnunum, tveimur kirkjum og tveimur söfnuðum.“ Hin hliðin á prestinum Geturðu tekið dæmi um ájoll sem eru erjiðari en önnur? „Það er alltaf átakanlegt þegar börn dejja og illvigir sjúkdómar leggja fólk að velli á besta aldri eða þegar óvægilega er höggvið að fólki í sfysum. Sjálfsvig eru og þung áföll. Ég held að maður sé alltaf óvarinn gagnvart óvægnum og þungum áföllum. Prestar eru manneskjur og mennskan kallar fram samkennd og trega hjá prestinum. Hann finnur oft sárt til. Það var eitt af því sem stóð í mér við að verða prestur, því að ég er mikil tilfinningavera og hef alltaf átt erfitt með að horfa upp á aðra líða illa. Þess vegna heimsótti ég eldri prest þegar leið að vigslunni og spurði hann hvort svona meyr manneskja hefði eitt- hvað í svona starf að gera. Sá ágæti maður sagði mér að þegar ég hætti að finna til með fólkinu og taka áföllin nærri mér, þá skyldi ég fara að hugsa hvort ég gæti verið prestur.“ Er ekki erfitt að fara inn á heimili fólks og tilkynna um slys eða andlát? Það er alltaf átakanlegt pegar börn deyja og illvígir sjúkdómar leggjafólk að velli á besta aldri eða pegar óvægilega er höggvið að fólki í slysum. Sjálfsvig eru og pung áföll. Ég held að maður sé alltaf óvarinn gagnvart óvægnum og pungum áföllum. „Jú. Fyrstu árin hrökk ég illa við, sér- staklega, þegar síminn hringdi utan venjulegs tíma. Sérstaklega átti þetta við ef það var hjúkrunarkona eða lögregla í símanum. Þá vissi ég að það var eitthvað á ferðinni. Tilkynning andláts er alltaf afskaplega vandmeðfarin. Það er erfitt að fara til syrgjanda og bera honum þungar fréttir.“ Gerirðu það alltaj eins? „Nei. Það breytist eftir þvi sem reynsl- an færir næmni og prestur er lengur á sama stað og kynnist sínu fólki. Þá veit hann meir á hveiju hcinn getur átt von, því að hann þekkir einstaklingana og fjölskyldumar og býr sig þá betur undir það sem í vændum er. Nýr prestur getur ekki vitað á hveiju hann getur átt von. Auðvitað tekst presti misvel í þessu hlutverki. Það skiptir ákaílega miklu máli að hann reyni eftir fremsta megni að vanda sig í þessum samskiptum sem em mjög brothætt." Hefurðu lent í því aðfólk haji látið reiði sina yfir sorginni bitna á þér? „Það hefur komið fyrir. Slíkt er mjög eðlilegt í sumum tilfellum og maður verð- ur að muna að viðbrögð fólks við þung- um fréttum eru eins mismunandi og fólkið er margt. Stundum ræður það ekkert við viðbrögð sín. Prestinum getur orðið á, hann getur sært án þess að hafa ætlað sér það og má aldrei erfa neitt. Hann verður að vera fús til að biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa og hjálpa fólki til að ná tökum á lífinu á ný hvemig sem það hefur komið fram við hann við þess- ar kringumstæður. Hvemig er að takast á við sjálfsvíg fólks? Aðstandendur ásaka sjálfa sig, spyija margra spuminga eins og t.d. hvar er hann, er hann glataður? o.s.frv. „Slíkur atburður er alltaf afskaplega sorglegur. Það er mjög erfitt fyrir að- standendur að bera slík áföll. Sorgin nístir sárt og „ef‘ og „af hverju" spum- ingar sækja mjög á hugann. í smærri samfélögum grípur treginn alla, sam- ábyrgð og samkennd verða ríkar til- finningar. Framundan er oft langur vegur syrgjenda gegnum dimma daga í átt til uppbyggingar og leiðar til að takast á við lifið að nýju. Það em ekki einungis ástvinir og vinir fólks sem tekið hefur líf sitt, heldur á þetta við um svo marga í hópi syrgjenda, að eiga langan tíma í 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.