Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 15
Kristileg áhrif Ef grannt er skoðað þá hefur það sem langamma kenndi mér skilað sér í sum- um textunum mínum, eins og til dæmis við lag sem heitir Guðsblús: „Þú veist að djúpt í þínu hjarta er einn örlítill Guð, þú veist að hann er af því bjarta, ef þú syndgar þá heyrirðu suð. Samviska þín er að syngja fyrir sofandi innri mann óð“... o.s.frv. Sömuleiðis í Gleði og friðarjól þar sem segir: „Mundu að þakka Guði gjafir, frelsi og frið, taktu á mótijólunum með Drottin þér við hlið. “ Svo auðvitað Ómissandifólk, eða hvað? Já, sá texti er annarsvegar byggður á prívat-hremmingum og hinsvegar þess- um eilífðarpælingum um hvað verður um mann eftir að lífið slokknar í búkn- um. Svo er það líka staðreynd að enginn er ómissandi, alltaf kemur maður í manns stað. Maður hefur verið í baksi fjárhagslega og svoleiðis en þessir dauðu hlutir skipta engu máli þegar upp er staðið. Þetta jarðneska drasl er fánýtt þvi við komum allsnakin inn í þennan heim og hverfum þaðan allsnakin, alveg sama hvernig við veltum því fyrir okkur. Vegurinn, sem Jesús kenndi okkur að fara, á enga samleið með þessari efnishyggju nú- tímans, þar sem allt snýst um að láta fólk kaupa þetta og hitt. Hann sagði að það væri auðveldara fyrir úlfalda að fara í gegn um nálarauga en fyrir ríkan mann að komast inn í himnaríki. Það getur ekki verið að tilgangurinn með vegferð okkar sé sá að safna að sér drasli sem verður ryði og ryki að bráð. Góður kunningi minn, sem er læknir, sagði mér eitt sinn að læknavísindin væru komin býsna langt í að rannsaka lífið en þau vissu í raun og veru ekkert um það hvað lífið sjálft væri. Þegar við deyjum liggur lifvana skurnin köld á kistufjölunum en læknavísindin vita ekkert um það hvert lífið fer. Biblían segir okkur að fólk verði vakið upp frá dauðum og svo heyrum við úr öðrum áttum að við fæðumst aftur og aftur. Maður er pínulítið áttavilltur í þessu öllu. Eitt er þó vist að við hljótum að þurfa að undirbúa okkur undir þetta skrýtna ferðalag sem dauðinn er en það er auðvitað miklu hægara sagt en gert þvi við erum undir áhrifum frá þessari dauðu neysluhyggju nútímans,- sagði Magnús að lokum. Omissandi fólk Allsnakinn komstu í heiminn, allsnakinn ferðu á burt, frá þessum dauðu hlutum sem þú hélst þig hafa dregið á þurrt. Og eftir lífsins vegi maður fer þar sem fært er. En veist, á miðjum degi dauðinn tekur mál af þér. Ofmetnastu ekki af lífsins móðurmjólk. Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk. Magnús Eiríksson

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.