Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 19
sorginni. Sorgarsamtök hafa hjálpað mörgum, svo og fagleg hjádp í áföllum og sálusorgun, bæði presta og samborgara. Fólk er misjafnt gagnvart trúnni og afstöðu til lifsins og tilverunnar. Sumir leita og leita og fara víða í leit sinni, t.d. til miðla. Aðrir fela Guði þann sem far- inn er í bæn." Svona mál taka mikið á. Hvemig gengur að vera eiginkona og móðir samhliða prestsstarjinu og gefa þeim qfþér? Það er oft erfitt. Prestsstarfið er ekki fjölskylduvænt. Ég hef oft hugsað til kaþólikkanna í því sambandi. Það eru gerðar mjög miklar kröfur til prestsins. Hann veit að hvenær sem er getur kom- ið kall sem hann verður að sinna. Þá víkur allt annað til hliðar. Það hendir að það þarf að svíkja loforð við fjöl- skylduna, t.d. þegar ákveðið hefur verið að fara og gera eitthvað. Þá hringir síminn vegna þess að eitthvað hefur hent sem prestur starfsins vegna, köll- unar sinnar vegna, fer og sinnir. Það er oft glíma að sinna sínu fjölskyldulífi og þessu starfi.“ Hvemig liður þér eftir að hafa tekist á við erfið mál? „Oft illa. Prestur finnur sig oft andlega þreyttan.“ Finnst þér að þú hefðir sjálf þurft á hjálp að halda, t.d. sálusorgun? „Já. Oft hefði ekkl veitt af því. Mann- gerðir presta eru að sjálfsögðu mis- munandi. Ég er sú manngerð, sem leita ekki eftir hjálp þótt ég þyrfti á henni að halda. Þess vegna hefði prestur eins og ég stundum þurft að gera hlé á þjónust- unni eftir að hafa unnið með erfið mál og verið skyldaður til að vinda ofan af sér til að geta safnað kröftum að nýju, þvi áfram stefnir allt og framundan bíða enn önnur áföll og átök af ýmsum toga. Ég finn að þegar ég er í þeim aðstæðum að ég verð að standa mig, verð að sinna fólki eða ganga til erfiðrar athafnar, þá er ég ekki ein. Ég geng alltaf til athafnar í bæn. Ég hef svo oft reynt það að bæn- in hefur borið mig í gegnum athöfn. Það er ljúf reynsla að finna það að bænin heldur manni uppi.“ Hvemig Jinnst þér vera hlúð að prestum á íslandi? „Það eru hrikaleg viðbrigði að fara út á akurinn eftir námið. Þar er maður allt í einu einn og verður að spjara sig. Ég sambandi. Það eru gerðar mjög miklar kröfur til prestsins. Hann veit að hvenær sem er geturkomið kall sem hann verður að sinna. Þd vílair allt annað til hliðar. var svo heppin að hafa góðan grann- prest þegar ég byrjaði sem var fús að leiðbeina. Hann bauð að hjálpa mér eins og ég þurfti á erfiðum stundum. Það var ómetanlegur stuðningur í fyrstu. Háskólanámið er fræðilegt. Þar vantar töluvert á það er viðvíkur starfl prestsins.” Hvemig er hægt að hlúa betur að prestum? „Ég held að það væri mjög vert að kirkjan taki á þvi föstum tökum í náinni framtíð hvernig hægt sé að styðja og styrkja presta betur, efla þá í starfi og hjálpa þeim að njóta sín betur. Hér er ég að hugsa um prestinn sem sálu- sorgara, þjón og manneskju sem vill sinna sinni köllun, án þess að brenna út. Prestum hættir til að brenna út v.þ.a. þeir ná ekki að endurnýja sig. Sálu- sorgun getur gengið mjög nærri þeim. Það er mjög nauðsynlegt að prestur fái tíma til að fylla á tankinn til þess að hann geti gefið af sér eins og hann vill og þarf. Ég held líka að mjög nauðsyn- legt sé að huga að símenntun presta. Þar þarf að verða róttæk breyting. Það er töluvert um að prestar einangrist í starfi sínu og dagi uppi í ákveðnu fari sem þeir hafa alls ekki ætlað sér eða viljað. Hér þarf hugarfarsbreytingu gagnvart prestunum og einnig á meðal þeirra sjálfra. Ýmislegt væri hægt að gera ef þeir vildu það sjálfir. Þvi miður hefur skort á einingu á meðal okkar. Prestar búa við afar mismunandi skilyrði til starfa með tilliti til búsetu og samsetn- ingar og stærðar prestakalla. Þess vegna meðal annars getur svo margt borið í milli þegar þeir tjá sig um störf sín og líðan. Þá reynir á samkenndina og skilning stéttarsystkinanna og þann „kærleika sem breiðir yfir allt, vonar allt og umber allt“. Þrátt fyrir allt sem að- greinir eru við eitt í Kristi. Fyrsta prestsverkið Ég var svo heppin að fyrsta athöfnin mín var skim áður en allt annað dundi yfir. Þá vorum við nýkominn inn í prests- bústaðinn á Norðfirði og sátum á kössun- um og vorum að safna kröftum til að fara út til að tæma gáminn með búslóðinni. Þá hringdi ákaflega stoltur faðir dyra- bjöllunni, fagnaði komu minni og sagði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.