Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 7
kristinnar trúar, frá- sögumar af kraftaverk- um Jesú Krists og fyrir- heit hans um eilíft líf. Haraldur vildi því halda spíritismanum innan vébanda þjóðkirkjunnar og tókst honum að fá íjölda frjálslyndra presta til fylgis við sig, enda þótt vinslit yrðu með honum og Jóni eftir harðar ritdeilur þeirra um þessi mál. Haraldur hafði einnig verið náinn vinur sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, og átti m.a. sæti í fyrstu stjóm þess, en þar sem leiðtogar þess vildu standa vörð um játningar £7 □ n LJ [^□^□©DTíQD □ □ þjóðkirkjunnar skildu með þeim leiðir. Ekki fór þó að kveða að spíritismanum að ráði meðal landsmanna fyrr en árið 1914, þegar Haraldur Níelsson hóf að predika í Fríkirkjunni í Reykjavík, en þangað sótti jafnan mikill fjöldi, enda þótti Haraldur bera af ílestum öðr- um predikurum landsins. að kynna þessa guðfræðistefnu hér á landi, þegar hann hélt uppi vömum fyrir kirkjuna í áköfum ritdeilum við sjöunda dags aðventista um kennivald ritningar- innar og hvíldardaginn. Framan af studdi Haraldur Nielsson Jón í þessum ritdeil- um, en honum þótti engu að síður þessi gagnrýna guðfræði draga um of úr gildi kristinnar trúar. Þegar hann síðan kynnt- ist kenningum spíritista, sannfærðist hann um, að ef hægt yrði að sanna með vísindalegum hætti, að andi mannsins lifði af líkamsdauðann, þá hlyti einnig að vera hægt að færa sönnur á gildi manneskjan hefði ódauðlega sál. Það er hins vegar ekki hægt að sanna slíka trú.“ AJ'hveijii hafa yfirlýstir spíritistar getað þjónað innan þjóðkirkjunnar sem prestar? „Sem þjóðkirkja er kirkjan eðli sínu samkvæmt býsna opin og getur fólk þvi leitað í ýmsar áttir. Ég veit um margt fólk, sem hefur leitað til spiritisma. Fólk leitar mjög oft til miðla, þegar sorgin knýr dyra. Kannski er það vegna þess að það hefur ekki beinlínis meðvitaða af- stöðu um kristindóminn og jafnvel ekki heldur um spíritismann. Þjóðkirkjan þarf því að sinna þörfum sinna safnaða, en það gerir hún best með fræðslustarfi, bænahópum og stuðnings- hópum svo eitthvað sé nefnt. Prestar heita því við sína vígslu að predika orð Guðs hreint og ómengað eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og samkvæmt vitnisburði evangelisk- lútherskrar kirkju í játningum hennar. Enginn dómstóll hér á íslandi tekur beinlínis svona mál fyrir. Ef söfnuður sér ástæðu til að kvarta undan kenn- ingu prestsins, þá verður hann að kvarta við biskupinn, þvi þá er hægt að gera þær ráðstafanir, sem eru viðeigandi. En miðað við aðstæður okkar hér á landi, þá held ég, að hveijum presti sé gert að gera það upp við sína samvisku. Reyndar ályktaði prestastefnan árið 1975 um dultrúarfyrirbæri og varaði við þeim, en það er það síðasta, sem komið hefur fram um þau efni." Hvemig geta kristnir menn hest mætt þeim einstaklingum, sem em undir áhrifum frá spíritiskum hugmyndum um kristindóminn? „Sálgæslan er mjög mikilvæg. Það verð- ur að nálgast fólk í kærleika, enda segir í Biblíunni: „Dæmið ekki svo að þér verði ekki dæmdir." Kirkjan verður að leið- beina með kærleika. Hún verður að bjóða upp á fræðslustundir, þar sem fólk getur komið með spumingar sínar. Það má ekki bara leggja áherslu á hið opinbera starf, heldur einnig hið innra starf svo sem bænasamfélagið, bæna- hringi, fræðsluhópa og biblíuleshópa. Það þarf að gera alvöru úr hinum al- menna prestdómi, þannig að trúaðir, kristnir menn séu meðvitaðir um, að þeir séu fulltrúar Krists, þar sem þeir em í skólanum, á vinnustaðnum eða í fritíma sínum." kristindómur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.