Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 11
og honum sagt: „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum" (Lúk. 16: 19-31). Postulasagan greinir jafnframt frá ambátt einni, sem hafði spásagnaranda, en hún elti Pál postula á röndum og hrópaði: „Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæsta, og boða þeir yður veg til hjálpræðis!” Þetta líkaði honum hins vegar illa og rak hann andann út af kon- unni í nafni Jesú Krists, jafnvel þótt hann færi með rétt mál (Post. 16: 16-18). Þessi dæmi úr Biblíunni leiða þess vegna í ljós, að hvers kyns spíritismi samrýmist ekki boðskap hennar, því varað er við honum og hann fordæmdur. 2Það kemur líka á daginn, þegar kenn- ingar spíritista eru kannaðar, að þær víkja í mikilvægustu atriðum frá kristinni trú eins og hún hefur verið boðuð í Biblíunni, af kirkju- feðrunum og í trúaijátningum kristinna manna. Þeir andar, sem komið hafa fram á miðilsfundum, hafa einatt reynt að breyta boðskap kristinnar trúar og því afneitað guðdómi Jesú Krists, hjálp- ræðisverki hans og upprisu. Guð er næsta ópersónulegur fyrir spíritistum, enda eru samskipti þeirra fyrst og fremst bundin við þá anda, sem gefa sig fram við þá. Þeir biðja jú margir hverjir til Guðs og fara með Faðir vor bænina sér til vemdar, en það er fyrst Z7 □□□ □ [°)D[PDGD©Kffl (/> úti í Svíþjóð þar sem ég bjó. Það var kannski fyrsta skrefið. Maður gerði einhvem veginn ekki greinarmun á þessum hlutum. Svo kom að því að ég áttaði mig á þvi að Jesús Kristur Þegar áleiðfannst mér petta ekki gefa langt yfir skammt. væri í raun vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þegar ég fór að lesa Biblíuna og kynntist kristnu fólki sá ég að þetta með spíritismann væri ekki rétt en ég átti mjög erfitt með að samþykkja það í fyrstu, sérstaklega þetta með lækningamiðlana. Ég sagði við Drottin að það væri eitt og annað í Bibliunni sem ég gæti ekki tekið undir og ef það væri satt þá yrði hann að sýna mér það. Ég gæti ekki trúað nema að hafa innri sann- færingu fyrir þvi. Hann hefur staðið við það enda varð ég ótrúlega fljótt sannfærður um að spíritisminn, miðlastarfsemin og huglækning- arnar væru frá óvininum og ættu ekki samleið með kristinni trú." Hvað viltu segja þeim sem eru and- lega leitandi? „Ég leitaði mikið í alls konar fræði og kenningar aðrar en boðskap kristindómsins og eftir langa leit komst ég að þvi að Jesús Kristur er eini vegurinn. Það er engin önnur leið til hjálpræðis en fyrir trú á hann. Við verðum að taka á móti honum sem frelsara okkar. Það er alveg sama hvað við erum einlæg í því sem við erum að gera, við getum aldrei stytt okkur leið fram hjá krossi Krists. Á bak við spíritisma og dulhyggju er þvi miður að finna hættuleg öfl. Ég er ekki að álasa neinum fyrir að vera í þessu en ég ráðlegg mönnum að leggja það til hliðar." o> 3 og fremst til andanna, sem þeir leita leiðsagnar og hjálpar. Guð Biblíunnar er hins vegar persónulegur og hefur hann samskipti við mennina, leiðir þá og uppfræðir um vilja sinn. Kristnir menn trúa því, að hann hafi birst þeim í persónu Jesú Krists, enda jafnan nefndur Drottinn (Jóh. 1: 1- 18; Fil. 2: 5-11). Annað kenningarlegt atriði, sem greinir spíritismann frá kristinni trú, er afneitun hans á hjálpræðisverki Jesú Krists. Spíritistar segja yfirleitt, að dauði hans hafi enga þýðingu fyrir sáluhjálp manna, þvi þeir eigi þess kost að öðlast meiri þroska fyrir handan og ná þar fullkomnun fyrir eigin tilverknað. Þessu hafnar Biblían hins vegar og kennir þess í stað, að mennirnir geti ekki orðið hólpnir af eigin verkum, heldur aðeins fyrir trú á Jesúm Kristi vegna náðar Guðs (Ef. 2: 8-9). Þriðja atriðið, sem greinir spírit- ismann frá kristinni trú, er sá boð- skapur hans, að dauðinn sé aðeins um- breyting frá einu tilverustigi til annars æðra. Þvt er afneitað, að mennimir muni rísa upp frá dauðum og þess i stað kennt, að þeir geti náð framþróun fyrir handan, þar til þeir verði eitt með Guði eða jafnvel guðir sjálfir. Reyndar hafa spíritistar nú í auknum mæli farið að aðhyllast kenninguna um endurholdg- un, en þá er yfirleitt gert ráð fyrir, að hver andi gæti þurft að fæðast nokkrum sinnum til að ná meiri þroska. Að mati kristinnar trúar er dauðinn hins vegar óeðlilegt ástand, bölvun, sem hafi komið til vegna syndafalls mannkynsins. Á þessum óvini vann Jesús Kristur hins vegar sigur, þegar hann dó fyrir syndir mannanna og reis upp frá dauðum af holdi og blóði. Kristnir menn líta þvi með tilhlökkun til þess dags, þegar þeir muni risa upp frá dauðum til eilífs samfélags við hann eins og þeir voru upphaflega skapaðir til að eiga. Páll postuli sagði líka, að hafi Jesús Kristur ekki risið upp frá dauðum, sé trú kristinna manna fánýt, þvi þá muni þeir ekki heldur rísa upp (I. Kor. 15: 16-19).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.