Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 20
Hin hliöin á ^ að það væri beðið eftir mér úti á sjúkra- húsi til að skíra. Þar væri kona sem væri að fara heim með sitt fyrsta bam. Ég óskaði manninum auðvitað til ham- ingju og sagðist koma að vörmu spori. Fór síðan náföl inn til Ómars og sagði: „Það var verið að biðja mig um að skira bam og ég kann það ekki!“ Ómar varð enn þá fölari og sagði: „Varstu ekki að læra þetta, manneskja?" Ég tók því dúkku og æfði eina skím áður en ég fór út á sjúkrahús. Síðan byijaði skímin. Hjartað sló ört og mér var mikið niðri fyrir í þessari fyrstu athöfn. Þá laust allt í einu niður í huga mér: Skírnarsálmur! Hvað á að syngja? Ég mundi ekki eftir neinum öðmm skímarsálmi en þeim sem alltaf var sunginn heima á Fáskrúðsfirði, Andi Guðs sveif áður fyrr, nr. 251 í sálmabókinni. Þegar kom að því að Það er ekki hægt að ætlast til að aðrir séu alltaf fyrri til að leita til mín. Ég hef ekki verið dugleg að leita eftir trúarsamfélagi t.d. við stéttarsystkini mín. Hins vegar þekki ég nokkra presta af báðum kynjum sem em ágætir vinir og kunn- ingjar. Við hringjumst á og hittumst stundum til að spjalla saman um ýmsa hluti, trú sem annað. Meðhjálparinn, organistinn og ég komum alltaf saman í skrúðhúsinu og eigum bænastund áður en gengið er til athafnar. Ég byrja hvern dag á þann hátt frammi fyrir Guði. Ég kveiki á kerti, les úr Biblíunni eða sálmabókinni og bið. Allir sóknamefndarfundir og aðrir fund- ir í kirkjunni byrja með ritningarlestri og bæn. njóta þeirra stunda með fólki. Bama- og unglinga- starf er kreíjandi, en um leið gefandi. Þar er vaxtarbroddurinn í starf- inu og þar leggjum við gmnninn að framtíðinni. Mér finnst skipta miklu máli, þó að stundum geti manni fundist róðurinn þungur, að halda dampi í þessu krefjandi starfi. Presturinn og samstarfs- fólk þarf að þjappa sér saman og gerfast ekki upp þrátt fyrir að sókn geti sveiflast upp og niður. Það skiptir máli að presturinn Égfo'r síðan náföl inn til Ómars og sagði: „Það var verið að biðja mig um að skíra barn og ég kann pað ekki!" Ómar varð enn páfölari og sagði: „Varstu ekki að læra petta, manneskja?" Eg tók pvídúkku og æfði eina skírn áður en égfór út á sjúkrahús. skimarsálmurinn skyldi sunginn, kvað ég upp úr með að við skyldum syngja þennan sálm. Ég söng hann ein! Mér var síðan sagt eftir athöfnina að ég hefði gert nokkrum ágætum félögum úr kirkjukór Neskaupsstaðar grikk því að skyldfólk foreldra skírnabarnsins úr kórnum hefði mætt þarna ekki síst til að styðja hinn nýja prest í skímarsálm- inum. En þá valdi ég bara allt annan sálm en þau voru vön að syngja. En þetta gekk allt saman. Mér þótti það skemmtilegt, þegar ég var að fara frá Norðfirði, að þá kom þetta fyrsta skímabam mitt trítlandi á móti mér með rós og mynd af þessari fyrstu skím minni." Fólk lítur til þín um leiðbeiningu og hjálp í trúnni sem leiðtogi tveggja safnaða. Hvemig gengur þér sjálfri að varðveita tríina? „Stundum finnst mér ég vera ein. Ég veit að ég get kennt sjálfri mér um það. Þegar ég var í guðfræðideildinni kynntist ég kvennaguðfræðinni. Þar var afskaplega skemmtilegur samveruhópur um kvennaguðfræði. Þar kynntist ég kraftmiklum konum sem ég held enn tengslum við. “ Hvað er erjiðast í prestsstarfinu? „Það em hin þungu áföll, eins og áður hefur komið fram, og svo er mjög erfitt að taka á fjölskyldumálum fólks, hjóna- bandserfiðleikum og þ.h. Þar finna prestar oft mjög til vanmáttar síns. Oft er lítið hægt að gera því að fólk kemur of seint eða vill ekki afskipti og aðstoð.“ Hvað er mest gefandi? „Mér finnst gefandi að vera innan um fólk á öllum aldri, ungt fólk og elstu kynslóðina, og finna að maður getur veitt styrk og stuðning, bæði á erfiðum stundum og góðum. Mér finnst skírn- irnar ljúfastar og þykir ákaflega vænt um þær. Það eru skemmtilegustu at- hafnir mínar. Ég legg mig fram um að hafi gott samstarfsfólk. Ég hef gott samstarfsfólk og þar á ég gott samfélag. í starfinu þarf presturinn að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og leiðum til að auka bæði víðsýni sína og þekkingu og mæta betur síbreytilegum tíma og aðstæðum. Prestar og aðrir kirkjustarfs- menn þurfa nú að horfa fram, ekki aftur. Nýta nýjar leiðir til að gera kirkj- una og um leið starfsvettvang sinn blessunarríkari."

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.