Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 46

Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 46
188 KIRKJURITIÐ henni, og hindraði það að nokkru kirkjustarfsemi að vetrinum. — Snemma árs 1956 var ákveðið að láta fram fara gagnverða viðgerð á kirkjunni. — Var verkið hafið í lok júnímánaðar. Var kirkjan öll einangruð að innan með h" korkplötum og siðan múrhúðuð og máluð. Á gólfið var lagður korkur og nýtt hitakerfi sett í kirkjuna. Söngpallur var stækkaður vegna hins nýja orgels, og í turni kirkjunnar, bak við söngpallinn, var fullgert herbergi til afnota fyrir söngfólkið og til geymslu á fermingarkyrtlum og öðrum munum kirkjunnar. — Nýtt skrúðhús var afþiljað inni við kórdyr, og allt lagfært og standsett, sem þurfa þótti. — AUa trésmíði og kork- lagningu önnuðust þeir Olafur J. Helgason og Kristján J. Guðbrandsson, húsasmíðameistarar. Múrverk annaðist Ólafur Ámason, múrarameistari. Raflögn, I-Iafsteinn Davíðsson, rafvirkjameistari. Málningu, Steingrímur Sigfússon, málarameistari. — Eru þessir menn mikiUar þakkar verðir fyrir dugnað sinn. — Sumarið 1955 var fullgerð girðing í kringum nýja kirkju- garðinn. Er girðingin steinsteypt, múrhúðuð og lituð hvít. Er garðurinn hinn snyrtilegasti. — Kvenfélagið Sif hefir átt mikinn þátt í ýmsu, er kirkjuna varðar, og hefir ávallt verið reiðubúið til hvers þess, er betur mátti fara. — Fé það, er kirkjan þurfti að fá til viðgerðarinnar, var fús- lega veitt úr hinum almenni kirkjusjóði, með hagstæðum lánum. — Tómas Guðmundsson. Ritgerðarsamkeppni. Til hennar er nú kirkjunnar mönnum boðið af Alkirkjuráði. Efni: Hinn biblíulegi skilningur á sambandi kirkjulegs trúboSs og kirkjulegrar einingar, og áhrif þessarar skoSunar á einingar- stefnuna! Fyrstu verðlaun 1000 svissneskir frankar. Önnur verðlaun 500 svissneskir frankar. Þriðju verðlaun 250 svissneskir frankar. — Þátttakendur mega ekki vera fullra 40 ára og verða að starfa að prests- eða trúboðs- störfum. — Lengd ritgerðarinnar sé 10.000—15.000 orð. — Sé hún rituð á frönsku, ensku eða þýzku. — Á að vera vélrituð á venjulegan rit- vélarpappír og í þremur eintökum. Dulnefni höfundar sé á ritgerðinni, en nafn hans fylgi í lokuðu umslagi. — Ritgerðin sé póstlögð í síðasta lagi 31. okt. 1957. Utanáskrift: Scholarship Committe, World Council of Churches 17, route de Malaguon, Geneva, Switzerland. Sj’ómannastofan á Raufarhöfn. Vorið 1954 flutti ég tillögu á Syn- odus um að kirkjan beitti sér fyrir því, að sjómannastofa yrði rekin á Raufarhöfn um síldveiðitímann. Heima í héraði hafði ég undirbúið það á stjórnamefndarfundi í Kaupfélagi Norður-Þingeyinga, að kaupfélagið lánaði fundarsal sinn í verzlunarhúsi kaupfélagsins á staðnum (útibú frá K. N. Þ.) undir slíka starfsemi fyrir lítið eða helzt ekki nema húsa-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.