Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Page 8

Kirkjuritið - 01.02.1969, Page 8
54 KIRKJURITIÐ sannleika, seni fólginn er í liinu niikla völundarliúsi tilverunn- ar, — þá finnst mér eðlilegast, að sú kristilega samúSarkennd væri yfirleitt til staðar að virSa og meta viðleitni þeirra, sem í einlægni leita að hinum hœsta. Hinir em nógu margir með autt rúm í lijarta sínu. Og hverjum þeim, sem er sæll í sinni trú, ætti ekki að vera nein liætta búin, þótt liann bafi andlegt samneyti við þá, sem bafa baslað sér völl á öðru sviði trúar- bragðanna. Grímur Thomsen segir á einum stað: „Verst er af öllu villan sú vonar- og kærleikslaust á engu að liafa œSra trú, en allt í lieimi traust —“ Væri vel, ef allir þeir, sem hafa á wSra trú, gætu orðið sam- starfsmenn í því að betrumbæta beiminn. Trú án siðgæðis er auðvitað til einskis nýt. Hér á ég ein- göngu við þá, sem í trú sinni fylgja kenningu Mattliíasar, þar sem liann segir: „Rétta stefnu siglir aðeins sá, sem bið góSa mestu ræður hjá.“ Nú kem ég að því, sem er fólgið í fyrirsögn þessa pistils? ]). e. „Kveðja frá Islandi“. Hingað til lands leggja leið sína ýmsir liátt setlir erlendir gestir, og sumir jafnvel með kóngablóð í æðum. Þeim liefur, svo sem vera bar verið fagnað af gestrisnis-þjóð. En þó ofl með meiri íburði en hollt er fátækri þjóð. Dýrðlegar veizlur eru Iialdnar með viðeigandi vínveitingum, — sem nú á dögum skoðast sem sérstakur menningarvottur — en sem reynslan lief- ur þó sýnt okkur áþreifanlega, að þar ætti að standa ó fyrir framan orðið menning. Enda er áfengið af sumum kallað Bölvaldurinn mikli. Með þessa gesti befur verið þotið aftur og fram um landið', lögreglulið sett í gang til að sópa vegina, svo að ekkert óhreint kæmi til sögunnar. Og blaðamennirnir fylgdust með þessum tignu gestum bvert fótmál og létu í það skína, að liér vseri þjóð, sem kynni sitt hlutverk í þessu efni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.