Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Page 39

Kirkjuritið - 01.02.1969, Page 39
KIRKJURITIÐ 85 rottinn gjör mig spakari Drottinn, ég þrái meiri þekkingu. Höfuð mitt er sprengfullt af staðreyndum en mig langar til að skilja þær. Drottinn, meir og meir hrúgast alls kyns hlutir upp í huga mínum. Sumir mér til sárra rauna, aðrir góðir. Gef mér hvassari skilning svo að ég geti brotið til mergjar, hvað mér gagnar í þessum heimi. og í þínum cilífu bústöðum. Drottinn, sópaðu óhreinum hugsunum úr höfði mér. Upprættu illgresið. Lýstu mér veg þinn svo að ég kunni fótum mínum forráð. Drottinn, láttu mig stöðugt hugsa um það og taka á því að þú ert Drottinn drottnanna. Kenn mér að hugsa rétt svo að ég sé færari um að þjóna þér, ástvinum mínum, föðurlandi minu. Drottinn Iát löngun mína eftir meiri spekt aldrei þverra, svo að ég geti orðið öðrum að betra liði og þurfi ekki að óttast dauðann, AMEN. (Afi'íkönsk bæn)

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.