Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 98

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 98
96 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ið útgerð sína í 47 ár, og alltaf átt skip með þessu happanafni, en um leið og hann hætti, seldi hann síðustu Súluna þremur ungum mönnum, sem nú gera hana út, og Súlan ekki gengin úr ættinni. Einn kaupandinn var Sverrir sonur Leós, en hinir, Finnur Kjart- ansson og Bjarni Bjarnason, sonur Bjarna Jóhannessonar, skipstjóra, og er Bjarni skipstjórinn og sagður mikill aflamaður sem faðir hans. Sem fyrr segir rak Leó fiskverkun- arstöð þann tíma, sem hann gerði út, og hann var séður útgerðarmaður, aldrei neitt basl. Hann vann mikið við útgerð sína og fiskverkun, svo að á orði var haft man ég. Hann gekk ekki á milli banka með stresstösku, hann Leó. Honum var heldur ekkert gefið um að tapa. Hann hefur einu sinni legið á sjúkrahúsi um dagana, þá tap- aði hann botnlanganum, það var svo sem ekki merkileg eign, hann var skemmdur, en Leó var ekki á því að láta sjúkrahúsið svifta sig eignum sín- um bótalaust og tók með sér eina hjúkrunarkonuna, og hana hefur hann átt síðan, og segir, að á sínum ferli sem útgerðarmaður hafi hann oft gert góð skipti, en engin eins og þessi. ÚTGERÐ LEÓS SIGURÐSSONAR Arið 1926 hóf Sigurður Bjarnason útgerð á Akur- eyri á 40 tonna bát, sem hét Valur og skömmu síðar eignaðist hann tvö á sínum tíma mikil síldar- skip, Súluna 116 tonn og Kolbrúnu 57 tonn. Sigurður rak þessi skip til dán- ardags, en hann lézt árið 1939 (f. 1876). Leó sonur hans keypti þá skipin af dánarbúinu 1941 og hefur síðan rekið útgerð og fiskverkun á Akureyri. Kolbrún fórst nokkrum árum seinna í árekstri og átti þá Leó Súl- una eina, sem hann uppbyggði 1944, þar til hann 1958 keypti Sigurð Bjarnason, sem var einn af hinum tólf litlu togurum sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi 1958, og voru 250 tonna togskip, en nýttust ekkert sem slík, þar sem togslóð þeirra er grunnsklóð, og var tekin af þeim við útfærsluna í 12 sjóm. 1959. Leó gerði skipið út á síld. Þetta voru traust og góð sjóskip og stöðu- leikann var ekki að efa, þau voru sökkhlaðin af kjölfestu, steyptri í botninum, þegar þau komu til landsins. Mig minnir að hún væri brot- in upp í flestum skip- anna, af því að meiningin var að lesta þau síld og þorski, en ekki 30 tonn- um af steinsteypu, eins og sagt var, að ballestin hafi verið. Þá hafa og skipin líklega verið of „föst“ undir farmi með svona mikla kjölfestu. Tryggvi Gunnarsson tók fyrst skipstjórn á Sig- urði Bjarnasyni, hann er þekktur aflamaður (Brettingur). Leó seldi þetta skip 1970. Súlan fórst við Garð- skaga í apríl 1963. Leó lét strax 1964 smíða sér nýja Súlu, sem var 257 tonn, lengdi hana 1965, en seldi hana síðan og lét Leó Sigurðsson. smíða sér nýja Súlu 1967, lengdi hana 1974 og yfirbyggði 1975 og þá var Súl- an orðin 391 tonn, og það skip seldi Leó fyrir tveim árum og hafði þá rek- M/S Sigurður Bjarnason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.