Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1946, Page 3

Ægir - 01.10.1946, Page 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS Reykjavílt — október 1946 j Nr. 10 Nú er nauðsyn. A undanförnum árum liefur átt sér stað hér á landi stórkostlegri uppbygging á framleiðslutækjum sjávarútvegsins en nokkur dæmi eru til áður í sögu landsins. Með nýbyggingum á skipum innan lands °g kaupum á skipum, nýjum og nýlegum, jrá útlöndum liefur skipastóllinn verið auk- mn svo, að láta mun nærri að rúmlestatala liins nýja fiskiskipastóls sé svipuð og rúm- lestatala alls fiskiskipaflotans var í árslok 1944. Þessi gífurlega aukning fiskiskipa- stólsins hel'ur verið liður í áætlun, er miðar Því, að tryggja það, að sjávarútvegurinn geh gegnt því hlutverki, sem honum frá náttúrunnar hendi er ætlað, en það er, að Vera megin undirstaðan undir öllu atvinnu- ]í‘i í landinu. Eftir næsta ár má telja, að appbyggingu fiskiskipastólsins sé að mestu iokið í liili, en þá má líka fullyrða, að ís- lonzkur sjávarútvegur verði hlutfallslega hetur búinn að skipum en sjávarútvegur nokkurrar annarar þjóðar. Þessari stórkostlegu uppbyggingu skipa- stólsins hefur almennt verið fagnað at landsmönnum, jafnt þeim sem stunda aðra alvinnuvegi en sjávarútveg og hinum, sem aJlt sitt eiga undir sjónum. Þjóðinni er löngu orðið það ljóst, að öruggasta trygg- !ngin fyrir þvi, að lifað verði menningar- Þfi í þessu landi, er í því fólgin, að lands- nienn verði færir um að nýta þau auðæfi, senr hafið umhverfis landið býður upp á. Þygging skipastólsins er, eins og áður segir, aðeins annar þáttur í þeirri uppbygg- ingu, sem nú er hafin og gera verður til til þess að koma sjávarúlveginum í nýtízku- horf. Hinn þátturinn er í því fólginn, að skapa stóruin bætt skilyrði fyrir útgerðina i landi, í fyrsta lagi hvað snertir alla að- stöðu til útgerðar, og í öðru lagi hvað snertir hagnýtingu aflans. Á þessu sviði er stórra aðgerða þörf. í því skyni að bæta að- stöðu útgerðarinnar í landi verður, auk stórfelldra hafnargerða, að koma upp skipa- smíðastöðvum og dráttarbrautum svo tryggt sé, að fiskiskipaflotinn geti fengið skjótar •og góðar viðgerðir; bæta þarf aðbúð sjó- manna i landi, þar sem þeir verða að hafast við fjarri heimilum sínum o. fl. Til sem fullkomnastrar nýtingar aflans er brýn nauðsyn nýtízku fiskvinnslustöðva, svo sem hraðfrystihúsa, niðursuðuverksmiðja, fiskmjölsverksmiðja, saltfiskverkunarstöðva o. fl. Til allra þeirra framkvæmda, sem hér hefur verið drepið á, þarf mikið fjármagn. Með lögunum um stofnalánadeild sjávar- útvegsins, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, var ráð fyrir því gert, að Lands- bankinn legði stofnlánadeildinni til 100 milljónir króna af erlenduin innstæðum sínum til veilingar svonefndra A-lána, en það fé skyldi eingöngu nota til kaupa á skipum og vélum frá útlöndum. Mestur hluti þessa fjár liefur verið, eða mun verða notaður til skipakaupanna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.