Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1946, Page 11

Ægir - 01.10.1946, Page 11
Æ G I R 233 Staersta kaupfar íslendinga. Stærsta skip, sem enn hefur verið smíðað ^yi'ir íslendinga er Hvassafell, hið nýja skip ^ambands ísl. samvinnufélaga. Skip þetta l'om hingað til lands 27. sept. síðastl. Hvassafell er smíðað í skipsiniðastöðinni Ansaldo í Genova. Skip þetta var í önd- verðu smíðað með það fyrir augum að nota það til hergagnaflutninga, en smiði þess vaF ekki lokið, þegar ítalir gáfust upp í styrjöldinni. Gunnar heitinn Larsen, fram- þvæmdarstjóri Útgerðarfélags IvEA h/f, samdi um kaup á skipi þessu í aprílmánuði síðastliðnum, en afhending á því fór fram 2. ágúst. Er þetta fyrsta vöruflutningaskip- ið, sem íslendingar kaupa beint frá skipa- smíðastöð. Hvassafell er 16(i5 rúml. brúttó, en 1208 rúml. nettó. Það er 83.6 m á lengd og 12.33 m á breidd. í því er Fiat-Dieselvél 1200— 2000 hestöfl. Átta bómur eru á skipinu, sem bver um sig lyftir 5 smál., en auk þess eru tvær bómur, sem lyfta 25 smál. Ibúðir skipverja eru hinar vistlegustu. Sérstakur klefi er fyrir hafnsögumann og einnig eru tveir tveggja manna farþegaklefar. Skipið ej' hitað upp með oliukyndingu. Fullkomn- ustu öryggistæki verða í skipinu, meðal annars Radartæki. Hingað komið kostaði Hvassafell 4 milljónir króna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.