Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Síða 25

Ægir - 01.11.1949, Síða 25
Æ G I R 267 Aldarþróun. „Brilania", fijrsta gufuskip „Cunnard- félagsins“, smiðað 1840. „Maurclania“ smíðað 1907 og „Queen Mary“ 1936. Til þess að fullnægja styrkleikakröfun- um hefur verið horfið að því ráði að færa styrktarjárnin ofar í skipið, en við það hækkar skipið. En sá ljóður er á þessu, að þyngdarpunktur skipsins færist upp og gera verður skipið breiðara vegna stöðug- leikans, en meiri breidd þýðir minni hraða að öðru jöfnu. Ofan við styrktarþilfarið eru nokkrar samsetningar húsanna gerðar teygjanlegar, því að annars mundu plöt- urnar á hliðum og þökum þeirra togast i sundur, þar til styrktarþilfarið tæki við átakinu. Á „Queen Mary“ var áreynslan á hverj- um ferþumlungi í „promenade“ þilfarinu (3. þilfar ofan frá) 9.32 smálestir, en á „Normandie“ var það 10.15 lestir, og var livorttveggja talið vel viðimandi. Enda er á öllum þessum stóru skipum notað mikið af stáli, sem þolir meira en venjulegt skipa- stál, í efri hluta skipsins miðskipa, þar sem áreynslan er mest. Á tímabilinu frá aldamótum og fram til 1930 varð mjög ör þróun í skipasmíði. Það var ekki einvörðungu að tækninni fleygði fram, heldur voru nú gerðar miklu meiri kröfur um þægilega og íburðarmikla að- búð. „Mauretania“ var t. d. ekki rifin fyrir þá sök, að hún væri fúin eða ryðguð, held- ur vegna þess, að þar var ekki hægt að veita farþegum þau þægindi, sem þeir óskuðu eftir. Rúmmál „Queen Mary“ er 2.5 sinnum meira en „Lusitaniu". Á „Queen Mary“ er rúm fyrir 2079 farþega, en 2130 á „Lusi- taniu“. Rúm hvers farþega er því 2.5 sinn- um meira en á „Lusitaniu“. Á „Queen Mary“ er einn skipsmaður fyrir hverja 4 farþega, en á „Lusitania" var einn skips- maður fyrir hverja 3 farþega. Þess ber að geta, að á „Lusitaniu“ var kólakynding og þurfti því miklu fleiri kyndara á það slcip en „Queen Mary“, sem hefur olíukynd- ingu. Hér fara á eftir ýmsar upplýsingar, sem varða sjálft skipið. Vélar „Queen Mary“ skara fram úr öðrum skipsvélum og verð- ur vikið að þeim síðar. Öll lengd „Queen Mary“ er 1019 fet 6 þumk, en „Queen Elisabeth“ er 1031 fet. Breidd 118 fet. Dýpt að styrktarþilfari 92 fet 6 þuml. Brúttó rúmlestamagn „Queen Mary“ er 80 773, en „Queen Elisabeth" 83 673. Á I. farrými rúmast 740 farþegar, á II. 760 og á III. 579 farþegar. Skipverjar eru alls 1101. Afl aðalvéla á skrúfuás er 158 þús. hest- öfl. Hraði skipsins er 29 sjómílur á klukkustund. í skipinu eru 9 þilför, og er það efsta

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.