Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 15
um, þótt á greindi um ýmis atriði. Þykir hlýða að birta i heild hið fyrsta reglulega flumvarp, sem ekki var scrlega víðtækt, um lagakennslu í landi voru, og er á þessa lund (shr. Alþt. 1875 II., hls. 128 etc.): 1. gr. — 1 Reykjavík skal stofnaður kennsluskóli handa lögfræð- ingaefnum. 2. gr. — Dómendur í yfirdóminum, að dómstjóra undanskildum, skulu vera kennendur við skólann, og skal einn þeirra vera forstöðumaður hans og stjórna kennslunni í hon- um; skal hann fyrir þann starfa sinn fá 1000 kr. á ári, en hinir aðrir kennendur við skólann 800 kr., hver á ári. 3. gr. — Ráðgjafinn fyrir Island semur reglugerð fyrir skólann með ráði lögfræðisdeildarinnar (juridisk Facultet) við Kaupmannahafnar háskóla. 4. gr. -— Þeir, sem leysa af hendi burtfararpróf á skólanum, öðl- ast aðgang til sýslumanns- og bæjarfógetaembætta á ls- landi jafnt lögfræðingum frá Kaupmannahafnarhá- skóla. Aðgangur sá til embætta á Islandi, sem hinir svo nefndu dönsku lögfræðingar hingað til hafa haft, skal úr lögum numinn. Á nærri öllum löggjafarþingum þaðan í frá og til alda- móta var frumvarp um lagaskóla flutt, í þvi formi, sem nú var greint. stundum ekki útrætt í þingi, langoftast þó samþykkt (í háðum deildum) sem lög, en hlaut aldrei staðfestingu konungs, sem vakti eðlilega mikla gremju í landi, þar sem löggefandi þing átti í lilut. Sum árin var það jafnvel nefnt liáskóli eða landsskóli (í þrent dcildum fyrir embættismannaefni), en þingið felldi sig lítt við það. Dálítið hreytt var frumvarpið flutt á þingi 1897 af tveim lögfræðingum (Kl. J. og Sk. Th.) og var samþvkkt eins og hin fyrri, þótt fyrir ekki kæmi. Var þar (shr. Alþt. 1897, C. hls. 257) áskilið, að laganemar skyldu áður hafa levst stúdentspróf og forspjallsvisinda, 2 skulu fastir kenn- arar og annar þeirra forstöðumaður með 4000 kr. laun- um, hinn fái 2800 kr., en ti] aukakennslu má ælla allt að 2000 kr., og fleira var þar tekið fram ýtarlegra en áður. Var nú aðcins lokaþátturinn eflir í lagaskólamálinu og Tiviarit lögfrœöinga 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.