Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 10
aði fyrir norðan og við höfum apað þetta eftir þeim. Við drögum mörkin við Vestfirði og lítum á þá sem eitt at- vinnusvæði. Um borð í Júlíusi eru því ekki aðeins ísfirðingar." Lokum Reykjaneshryggnum Hvemig blasir kvótaárið við þér? Á skipið nœgan kvóta? „Með þessum túr í Smuguna hefur ástandið batnað. Við sjáum fram á að kvótinn dugi langleiðina miðað við að skipið þarf að fara í slipp í vetur. En fiskifræðingar segja að það verði eng- inn þorskur til fram til aldamóta svo ég veit ekki hvort við fáum nokkuð að veiða. En hver veit nema einhvers staðar opnist smuga til bjargar á úthaf- inu. En það virðist þrengja að þeim svæðum sem til greina koma. Mér finnst að við eigum að reyna að loka Reykjaneshryggnum og stöðva óheftar veiðar þar. Þessi úthafskarfi sem þar er flakkar út og inn úr lögsögu okkar og Grænlendinga og við ættum að taka okkur yfirráð á þessu svæði. Þetta er okkar Smuga og við getum þá lokað henni rétt eins og aðrir og samið við Rússa og Norðmenn um nýtingu stofnsins og fengið meiri afla í Barents- hafi í staðinn." Þá var gósentíð Ef þú berð kjör sjómanna saman við upphaf skuttogaraaldarinnar. Eru þau betri eða verri núna við takmarkanir kvótakerfisins? „Þegar ég byrjaði á skuttogara þá höfðu menn gífurlegar tekjur. Ég byggði einbýlishús á einu ári, hafði alltaf iðnaðarmenn í vinnu og stað- greiddi allt. Þetta gæti enginn háseti núna. Þetta var gósentíð til að vera á sjó, skemmtilegur tími. En við gengum ekki nógu vel um þegar verið var að moka upp fiskinum og koma með stóra farma um hásumarið. Við kæm- umst ekki upp með þessháttar í dag. Launalega séð þá held ég að sjó- menn i dag hafi það yfirhöfuð ekki ná- lægt því eins gott. Það er mín tilfinn- ing." Þó Gunnar hafi verið 30 ár til sjós er hann enn á besta aldri. Sér hann fram á að ljúka sinni starfsœvi á sjónum? „Fyrir nokkrum árum ákvað ég að vera ekki langt fram yfir fertugt á sjó. Sjómenn hafa ekki að miklu að hverfa og því eldri sem maöur er því færri möguleikar gefast. Hitt er svo annað mál að fyrst svona fór þá býst ég viö að ég verði áfram meðan ég skila ein- hverjum árangri." Vald skipstjórans Nú er embœtti skipstjóra óneitanlega mjög valdamikið. Er ekki vandasamt að fara með þetta vald? „Til þess aö geta verið góður yfir- maður þarf sá sami að geta verið und- irmaður. Það þarf bæði að kunna að skipa og hlýða. Menn hlýða sínum skipstjóra umyrðalaust en í daglegri vinnu reynir ekkert svo mikið á það beinlínis. Hlutirnar ganga sinn vana- gang og allir vita hvað þeir eiga að gera. Skipstjóri verður að treysta sínum undirmönnum en reyna samt að fylgj- ast með sem flestu." Þú hefur alltaf verið heppinn, aldrei lent í neinum óhöppum? „Það varð slys um borð hjá okkur í Smugunni og maöur missti framan af tveimur fingrum. Þá fann maður glöggt vanmátt sinn og hve gífurlega mikilvægt það var að hafa varðskipið með lækni um borð skammt undan. Hitt er svo annað mál að það væri ekki síður brýnt að hafa hjálparskip með flotanum þegar hann er að fiska á Reykjaneshryggnum. Þar geta verið 600 mílur til lands en í Smugunni eru þó aldrei nema 200 mílur til Noregs." Draumar sem fiskileitartæki Nú er stundum sagt að skipstjórar þurfi að vera gœddir yfirnáttúrulegum hœfileikum og margar sögur eru til um drauma fyrir fiski. Dreymir þig stund- um fyrir afla? „Það kemur stundum fyrir án þess að það sé mjög nákvæmt," segir Gunn- ar. „Það er talsvert rætt um drauma í minni fjölskyldu. Afa minn dreymdi oft fyrir afla. Hann var með Þórði Her- manns á togara frá Reykjavík. Þeir voru á þorskveiðum hér fyrir vestan og fengu ekkert. Afi var alltaf að segja Þórði að hann hefði dreymt svo mikið kjöt, alveg bing af kjöti. Eftir nokkurra daga aflaleysi rak Þórður hausinn út um gluggann og kallaði: „Siggi, hvernig var kjötið á litinn?" „Það var eldrautt." „Af hverju sagðirðu það ekki strax," sagði Þórður og lét hífa og stímdi suð- ur fyrir land þar sem hann fyllti skipið af karfa á þremur dögum. Umræddur afi hét Sigurður G. Sig- urðsson, elstur fjölmargra systkina frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Hann réri lengi á bát frá Hnífsdal sem hét Guö- mundur og var kallaður Guðmundur rukkari og þar um borð hófu flestir bræður hans og síðar synir sinn sjó- mannsferil." í vinnu hjá konunni Gunnar og kona hans, Sigurborg Þor- kelsdóttir, eiga og reka efnalaugina Al- bert á ísafirði og hafa gert frá 1986. Efnalaugin er nýflutt í stœrra og betra húsnœði. „Hún er svo kraftmikil hún Sigur- borg að það varð einhvern veginn að virkja þessa orku. Ég reyni að hjálpa henni þegar ég er í fríi, dytta að hinu og þessu sem ég get en annars sér hún alveg um þetta. Það gera margir sjó- menn þau mistök að ætla að ráða þeg- ar þeir eru í landi en ég veit alveg hvað til mín friðar heyrir í þeim efn- um. Kannski á þetta eftir að ganga nógu vel til þess að ég fái eitthvað að gera hjá henni þegar ég hætti á sjónum." Þau eiga saman fjögur börn, tvo stráka og eina steipu. Synimir, Amór og fóhann, sverja sig svolítið í œttina og hafa verið með fóður sínum til sjós á sumrin en em annars þekktir skíðagarp- ar, sérstaklega Arnór landsliðsmaður. Hvorugur þeirra hefur stýrimannsrétt- indi enn sem komið er en það gœti átt eftir að breytast. Dætumar, Hansína og Guðrún, eru svo ungar enn að sjó- mennskuferill þeirra er ekki hafinn. „Skíðin hafa verið mitt helsta áhugamál í fríum og heimilið verið undirlagt af skíðaiðkun barnanna sem hefur tekið mikinn tíma." □ 10 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.