Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 19
^ISLANIL ÆNLA Hatton- Rockall Stinglax, / búrfiskur/ KANADA Mið- Atlantshafs■ hryggur Glyrnir, fagurserkur Flæmski '/ó hatturinn Rækja 'KLAND SPANN Baffins- Labrad 55‘N Hvar er búrinn? Búrfiskur eða búri hefur verið veidd- ur eitthvað á þessum slóðum og í köntum djúpt vestur af Bretlandseyj- um. Það er haldið að Frakkar hafi veitt mest af honum en lítið er vitað fyrir víst. Upplýsingar um búraveiði og búramið liggja alls ekki á lausu og telj- ast með best varðveittu leyndarmál- um." Frakkar eru taldir hafa sótt 4000- 5000 tonn af búrfiski á djúpslóðir í Atlantshafi. Bretar og Norömenn hafa vaxandi áhuga á þessum veiðum því talið er að fljótlega verði settur kvóti á nokkrar tegundir í úthafinu og því brýnt fyrir þjóðir að afla veiðireynslu. Sú reynsla er torsótt og dýr. Færeyingar hafa stundað krabba- veiðar á djúpslóð í tilraunaskyni. Það gæti verið nýtanlegur stofn sem íslend- ingar gætu einhvern tímann sótt í. Við vitum aö á Reykjaneshrygg eru ýmsar tegundir háfiska sem mætti nýta bæöi til matar og lifrarvinnslu. Háfur hefur fram til þessa ekki verið veiddur með skipulegum hætti hér við land en háfaveiðar eru hafnar í smáum stíl. í úthafinu eru nokkrar tegundir misstórra háfiska. Víða í heiminum er góður markaður fyrir ýmsar afurðir unnar úr háfiskum. Á svokölluðum Mið-Atlantshafs- hrygg, sem heldur áfram fyrir sunnan Reykjaneshrygg, hefur einn leiðangur Norðmanna og Rússa kannað fiskimið allt suður undir Azoreyjar. Á þessu svæði fundust vænlegar tegundir eins og glyrnir og fagurserkur. Flæmski hatturinn svokallaði er svo vestur við Nýfundnaland. Þarna eru stundaðar talsverðar rækjuveiðar eins og er í óþökk Kanadamanna. Þarna voru talsverðar karfaveiðar í gamla daga en það er búið. Rétt utan við kanadíska landhelgi norðan við Flæmska hattinn eru stundaðar grá- lúðuveiðar á miklu dýpi. Kanadamenn líta þær mjög alvarlegum augum því þeir telja að þetta sé hrygningarstofn þeirra eigin grálúðu sem er undir ströngum veiðitakmörkum innan landhelginnar. Á þessum slóðum stunda Spánverjar og Norömenn veið- ar auk íslendinga. Á djúpslóð í hafinu milli Grænlands og Kanada eru langhalamiö. Langhali hefur ekki verið mikið veiddur af Is- lendingum en er þekktur matfiskur víða á mörkuðum." Þorskstofn í lægð Þorskstofninn á Nýfundnalands- miðum er í mikilli lægð og þar ríkir nær algjört þorskveiðibann. Það er sorgarsaga út af fyrir sig. Hatton-Rockall svæðið er umdeilt. Þar veiðist stinglax, búrfiskur og blá- langa. Frakkar hafa stundað veiðar á svæðum sunnan við Færeyjar. Þetta er svæði sem deilt er um yfirráð yfir og lítið vitað í rauninni um veiðanlega stofna þar. Því miður eru nokkur dæmi um að fiskimið sem finnast í úthafi eru of- veidd á tiltölulega skömmum tíma og ganga til þurrðar. Rannsóknir skortir oft til grundvallar veiðunum en vaxt- arhraöi og viðkoma fiska í köldum og djúpum sjó er stundum annar og mun hægari en þekkist á grunnslóð. Því þarf að fara að veiðum með gát. Búr- fiskur á miðum við Nýja-Sjáland er gott dæmi. Þar var mikil veiði sem nú ÆGIR OKTÓBER 1994 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.