Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 40

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 40
vinnsluvélum flyst með færibandakerfi ab hráefnisgeymi, sem staðsettur er b.b.-megin á vinnsluþilfari, yfir mjölverk- smiðjurými. í verksmiðjurými, undir neðra þilfari, er sam- byggð fiskimjölsverksmiðja, afköst 25-30 tonn á sólarhring, þar sem fullvinnsla á mjöli fer fram. Eftir sekkjun í 35 kg poka er pokunum stúfað í mjöllest, aftan við mjölverk- smiðjuna. Fiskvinnslutœki o.fi.: í skipinu eru eftirtaiin fiskvinnslu- tæki: Ein Baader 161 slægingar- og hausunarvél fyrir bolfisk; tvær Baader 429A hausunarvélar (með innyflasugu) fyrir karfa, grálúðu og bolfisk; ein Baader 185 PK tölvustýrð flök- unar- og roðflettivél fyrir bolfisk; ein Baader 187 flökunarvél fyrir boifisk (smáfisk); þrjár Carnitech rækjuflokkunarvélar (fimm flokka) af gerð CT 1014-11; tveir Carnitech rækjusjób- arar af gerb CT 1112-03; tvö Carnitech litunarkör af gerð CT 2111-01; og fiskimjölsverksmiðja frá Stord International af gerb TW2. Tölvuvogir eru frá Marel, níu talsins auk flæðivogar; sjálfvirk bindivél frá Strapack; sjálfvirkur umbúðaprentari frá Willet; pönnuúrsláttarvél frá Odim og mjölskilju- og sekkjunarbúnaður frá Jesma Matador A/S. Frysting: Búnaöur til frystingar er frá Midt-Troms Kjöles- ervice A/S og samanstendur af þremur sjálfvirkum plötu- frystum frá Odim, einum handvirkum plötufrysti frá A/S Dybvad Staal Industri og einum lausfrysti frá Landssmiöj- unni/Midt Trorns Kjoleservice. Sólarhringsafköst í plötu- frystum eru um 70 tonn og 7.5 tonn í lausfrysti miðað vib flök. Búnaður er eftirfarandi: Sjálfvirkir: Þrír láréttir 17 stöðva plötufrystar, plötustærð 2120 x 1040 mm (68 pönnu), afköst 18.8 tonn af flökum á sólarhring hver miðað við 60 mm blokk, eða um 10 tonn af rækju. Frystar eru gerðir fyrir 60 og 75 mm pönnuþykkt. Handvirkur: Einn láréttur 15 stöbva plötufrystir, plötu- stærð 1980 x 1230 mm (60 pönnu), afköst 14 tonn af heilfrystum fiski á sólarhring. Lausfrystir: Einn lausfrystir, búinn sex kæliblásurum, af- köst 20 tonn af rækju á sólarhring. Útfærsla á sjálfvirku plötufrystunum er þannig að færi- bönd fyrir fæðingu og útlosun (aftan og framan við frystana) eru með vökvalyftubúnaði en frystarnir í fastri stöðu. Eftir að búib er að pakka afuröunum í öskjur, sem komið er fyrir í pönnunum, fara pönnurnar sjálfvirkt inn í frystitækin. Sjálfvirkni-búnaðurinn sér einnig um að losa pönnunar úr tækjunum og einnig öskjurnar úr pönnunum með sjálfvirkum úrsláttarbúnaði, og fara pönnurnar í þvott og þaðan að pökkunarborði til endurfyllingar. Frosnu öskj- urnar fara meb sér færibandi að pökkunar- og bindiaðstöðu, þar sem öskjunum er handraöað i kassa og bundið um í bindivél og kassarnir merktir með sjálfvirkri merkivél. Frá bindivélinni fara kassarnir að lyftu sem flytur afurðir í lest. Afurðir úr lausfrysti fara um sömu lyftu nibur í lest. ísvél: í vélarreisn s.b.-megin á milliþilfari er ísvél frá Sunwell af gerb IG 5.0, afköst 5 tonn á sólarhring. ísvélin framleiðir svonefndan krapís, sem notaöur er til ab kæla fisk í móttöku, blóðgunar-, geymslu- og kælikörum. Loft og síður vinnslurýmis eru einangrub með steinull og klætt er með plasthúðuöum krossviði í lofti og ryðfríu stáli í síðum. Fiskilestar (frystilest, mjöllest) Almennt: Lestarými undir nebra þilfari skiptist í aðallest (frystilest), sem er 836 m3, og mjöllest aftast fyrir miðju, sem er 143 m3. B.b.-megin aftast, framan við mjöllest, er mjölverksmiðjurými. Aðallest er útbúin fyrir geymslu á frystum afurðum (-e30°C). Frágangur, búnaður: Síður, þil og botn frystilestar (og mjöllestar)er einangrað meb polyurethan og loft með stein- ull. Þil að vélarúmi er einangrab með steinull. Klætt er með stálplötum nema loft er klætt með vatnsþéttum krossviði. Trégrindur eru á lestarbotni. Aðallest er kæld með kæli- leiðslum í lofti lestar og er notaður umhverfisvænn kæli- miðill, kældur með varmaskipti sem tengist NH3-kerfinu. Lest er skipt í hólf með tréboröauppstillingu. Flutningur frá vinnsluþilfari í lest fer fram með sérstakri lyftu frá Odim, staðsett fremst s.b.-megin á lest. Frá lyftu tekur við sjálfvirkt færibandakerfi (hringekju-) með lyfti- búnabi frá Odim, sem er tæmt eftir að það er fullt af pökk- um. Framantil í lest er sérstök umbúöalyfta, sem flytur um- búbir úr lest upp á vinnsluþilfar. Lúgubúnaður, afferming: Tvö lestarop eru á aðallest, annað fremst og hitt aftast s.b.-megin, með álhlerum á lágum körmum. B.b.-megin framantil er stigagangur niður í frysti- lest og einnig er stigagangur niður í mjöllest og mjölverk- smiðjurými. Á efra þilfari, upp af lestarlúgum á nebra þil- fari, eru losunarlúgur meb stálhlerum slétt við þilfar. Á neðra hvalbaksþilfari eru losunarlúgur sem veita aðgang að losunarlúgum á togþilfari, auk losunarlúgu á efra hvalbaks- þilfari fyrir fremri lúgur. Losun úr mjöllest er um smálúgu á langþili, s.b.-megin, og upp um aftari lestarlúgu og tilheyr- andi losunarlúgur. Fyrir affermingu á frystum afurbum eru tveir losunar- kranar, annar fyrir fremri lúgu og hinn fyrir aftari, jafn- framt fer afferming á sekkjuöu mjöli fram um aftari lúgur. Vindubúnaður, losunarbúnaður Almennt: Vindubúnaður skipsins er rafdrifinn frá Brusselle og er um að ræða þrjár togvindur, sex grandara- vindur, tvær bobbingavindur, tvær hífingavindur, fjórar hjálparvindur afturskips fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu, tvær flotvörpuvindur, og akkerisvindu, samtals 20 vindu- einingar. Auk þess er skipið búib lágþrýstiknúinni kapal- vindu frá Ulstein-Brattvaag, sex háþrýstiknúnum smávind- um frá Ósey h.f. og Héðni h.f. og tveimur háþrýstiknúnum losunar- og hjálparkrönum frá Bulklift A/S. Togvindur: Aftantil á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin, eru tvær togvindur og sú þriðja er á framlengdu bakkaþilfari, b.b.-megin yfir b.b.-togvindu á togþilfari. Togvindurnar þrjár eru af geröinni 5202 (splittvindur), hver búin einni tromlu og knúin af einum jafnstraumsmótor. 40 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.