Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 16
Með allt á hreinu Rafver þjónustar fiskvinnslu og útgerð Fyrirtækið Rafver í Skeifunni 3 er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í maí 1956. Starfssvið Rafvers hefur frá upphafi verið raflagnir, mótorvinding- ar, viðgerðir og þjónusta við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um land allt. „Frá árinu 1984 hefur okkur stöðugt vaxið fiskur um hrygg í margskonar innflutningi tækja fyrir einstaklinga og fyrirtæki og sú starfsemi vex enn," sagði Ágúst Einarsson framkvæmda- stjóri í samtali við Ægi. Nú eru 13 starfsmenn hjá Rafveri sem vinna jöfnum höndum við ný- lagnir, viðgerðir og þjón- ustu. Helstu vörur sem Rafver flytur inn eru Karcher hreinsivélar, Fein borvélar, sagir, skrúfvélar, slípirokkar, Boge loftpressur og loft- hreinsibúnaður, Sortimo kassar, skúffur, innréttingar og vinnufatnaður, Orion fjarstýrðir hurðaopnarar, Duss höggborvélar, brotvélar og borar og nú síöast bætt- ust Dynapac og Vogelsang hillukerfi og Rapid slöngu- hjól við vöruúrvalið. Allt þetta er til sýnis í verslun Rafvers í Skeifunni en þar er ennfrem- ur verkstæði og lager. Skúra, skrúbba og bóna Viöskiptavinir Rafvers eru eins og þessi upptalning gefur til kynna um allt samfélagið en fiskvinnsla og út- gerð skipa þar mjög stóran sess og hafa gert um áraraðir. Karcher er það vörumerki sem flestir í fiskiðnaði og útgerð þekkja frá Raf- veri en Fein rafverkfærin eru mikið seld á verkstæði og um borð í skip sem þurfa að stunda viðgerðir úti á rúmsjó. Kárcher framleiðir háþrýstidælur, ryksugur, gólfþvottavélar, gólfslípivél- ar, teppahreinsivélar og bónvélar. „Það sem er nýtt og spennandi á leiðinni frá Kárcher er fjölbreyttara úr- val af hreingerningavélum sem henta viö öll tækifæri, bæði á heimilum og í fyrirtækjum. Til dæmis má nefna handhæga litla hreingerningavél sem gerir allt heimilið hreint án sápu. Með gufuþrýstingi getur þú hreinsað og straujað gólfin, teppin, gluggatjöldin, sætin í bílnum, flísarnar á baðinu og bókstaflega allt sem þér dettur í hug," sagði Ágúst. „Við höfum selt mikinn fjölda há- þrýstidæla í frystihús, fiskvinnslur og um borð í frystitogara. Þar sem ríður á að hlutirnir séu vel hreinir þar er Karcher í fremstu röð. Við lítum einnig svo á að það sé ekki bara nóg að selja hlutinn og vera svo laus allra mála heldur leggjum mikla áherslu á þjón- ustu við okkar viöskiptavini. Vinsæl- ustu dælurnar eru þær sem geta breytt heitu vatni í gufu undir miklum þrýst- ingi en þaö eru þrjár mismunandi stærðir sem eru algengastar." Rafver býður heildarlausnir á sviöi hreinlætis, hvort sem rætt er um lausar einstakar háþrýstidælur eða háþrýsti- kerfi sem nú færast mjög í vöxt í frysti- húsum og togurum. Þrýstingurinn er á bilinu frá 10-245 bör. Til samanburðar má geta þess að þrýstingur í venjuleg- um heimiliskrana er 4 bör. Það nýjasta fyrir háþrýstikerfin eru sjálfinndraganleg ryðfrí slönguhjól frá þýska fyrirtækinu Rapid sem gerir alla umgengni um háþrýstislöngur þægi- legri og eykur endingu á tækjum og slöngum. „Við reynum að benda okkar við- skiptavinum á heppilegustu lausnirnar miðað við þeirra þarfir og leggjum mikla áherslu á góða varahlutaþjón- ustu. Sá sem selur einhvern hlut verð- ur alltaf að eiga tilbúna varahluti. Annars endar með því að viðskiptavin- urinn leitar eitthvað annað." Væn og „græn“ sápa Stöðugt er leitað nýrra leiða til þess að ná fram hámarks afköstum og skil- virkni í þrifum í fiskiðnaði og rannsóknir standa yfir á þessum hluta vinnslunnar sérstaklega og framleiðendur fylgjast að sjálfsögðu með. „En það er stöðugt verið að leita nýrra lausna í hreinsiefnum og sápum og þar lætur Karcher sitt ekki eftir liggja. Fjölmargir val- kostir eru í boði, allt eftir því hvað menn vilja þrífa og hvernig. Vaxandi vitund um hreint umhverfi setur mark sitt á framleiðslu Karcher sem býður stöðugt umhverf- isvænni sápur og hreinsi- efni. Þá koma fram nýjar sápur sem hafa sömu virkni en búið er að fjar- lægja úr óæskileg efni. Lausnirnar eru margar en svokölluð kvoðutækni er mjög vinsæl. Hún byggir á því að sápan myndar kvoðu- kennda húð sem er látin liggja á fletin- um í tiltekin tíma." Kárcher er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og höfuðbækistöðvar þess eru í Stuttgart í Þýskalandi. Það hefur starfað í meira en 50 ár og varð fyrst til að setja háþrýstidælur á mark- aö í Evrópu. „Ég hef stundum sagt að þetta sé Bensinn á hreinlætismarkaðnum," sagði Ágúst að lokum. □ Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Rafvers. 16 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.