Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 15
að núverandi eftirlit sé fullnægjandi heldur hefur margoft verið bent á að 20 menn annist eftirlit á sjó og í landi með þeim tæplega þrjú þúsund skipum og bátum sem stunda fiskveiðar hér við land og með tæplega 70 löndunarstöð- um þar sem afla þeirra er landað. Fiskistofa hefur með margvíslegum hætti aukið á skilvirkni þessa hóps. Til þessa hefur verið litið svo á að veiðieftirlitið væri hluti af stjórnkerfi sjávarútvegsins og heyrði því eðli málsins samkvæmt undir sjávarútvegs- ráðuneytið. Annist Landhelgisgæslan veiðieftirlitið verður það lögregluliö sem fer undir dómsmálaráðuneytið og ekki fellur öllum jafnvel sú hugsun að íslenskir sjómenn stundi starf sitt und- ir stöðugu eftirliti lögreglu. Hve miklu er kostað til veiðieftirlits er og verður pólitísk ákvörðun á hverj- um tíma. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Því miður er pottur brot- inn hvað varðar lög um stjórn fisk- veiða. Viðurlög laganna eru á reiki, skilvirkni ófullnægjandi og virðing fer þverrandi. Þessu þarf að breyta. Lög um stjórn fiskveiða fela Fiski- stofu framkvæmd þeirra þar með talið veiðieftirlit. Á síðustu mánuðum hefur umræða um mismun á veiddum afla og lönduðum orðið slík að telja verður þennan mun verulegan og hrein fjar- stæða að neita því að þessi mismunur sé eitthvað sem ekki skipti máli í „hár- fínni fiskveiðistjórnun", við tölum nú ekki um öll verðmætin sem fara for- görðum. Gera þarf breytingar á lögum um Fiskistofu. Tryggja þarf meö lagabreyt- ingunni að Fiskistofu verði heimilt að svipta skip veiðileyfi þegar uppvíst verði um lögbrot. Skýr ákvæði verði í lögunum um viðurlög við hvers konar brotum, þar með talið þegar áhöfn er staöin að því að henda fiski. Gildir þá einu hvort um er aö ræða meðafla, afla sem ekki er kvóti fyrir, undirmál, afla sem hentar ekki til vinnslu eða ólög- lega löndun. Auk veiðileyfissviptingar skal koma til afla- og veiðarfæraupp- taka, sé brotið talið mjög alvarlegt. Starfsemi Fiskistofu verður að efla, m.a. með auknu samstarfi við Land- helgisgæsluna. Þá veröur Fiskistofa aö hafa til umráða hraðskreiða smábáta. Þannig yrðu starfsmenn minna háöir því að „komast í róður" og gætu meö litlum fyrirvara ákveðið að fara sjálfir á miðin. Samhliða því sem hér hefur verið ritað ætti að breyta lögum um stjórn fiskveiða þannig að í þeim verði ákveð- inn hvati til að koma með allan afla aö landi. Andvirði aflans gæti t.d. skipst á milli útgerðar, sjómanna, veiðieftirlits og Hafrannsóknastofnunar. □ Búist við uppreisn spænskra fiskimanna Búist er við uppreisn meðal fiski- manna í Galisíu og Baskahéruðum Spánar reyni Evrópusambandið að framfylgja gildandi reglum á fiski- miðum þeirra, s.s. kvóta. Spænskir fiskimenn hafa látið illa að stjórn og spænsk stjórnvöld liggja undir miklu ámæli í Brussel fyrir aö stöðva ekki veiðar þeirra utan kvóta og fleiri brot á gildandi reglum. Spænskir fiski- menn í norðurhémðunum líta svo á að ríkisstjórnin hafi gefið þeim full yfirráö yfir fiskimiðunum út að 12 mílum og engum komi við hvernig, hvab eba hvar þeir veiða. „Við látum Madrid ekki segja okk- ur fyrir verkum og beygjum okkur alls ekki fyrir Brussel," er haft eftir forsvarsmanni fiskimanna. (Fishing News sept. 1994.) Norðursjórinn hitnaði í þeim miklu hitum sem gengu yfir Skandinavíu og Norður-Evrópu á liðnu sumri hækkabi yfirborðshiti Norðursjávar um 3,5 gráður í júlí miðað við yfirboröshitann í meðal- ári. (Fiskeri Tidende sept. 1994.) C6000Í bylting í færaveiðum Nýr mótor 75% aukning í afli og nýtni meðal straumnotkun 3A, tog 55kg. Veggja tölvu stýring Ermatimsitjnöguleikar í í stjómun. Tilbúin eða'&rgia^eiðikerfi. Vindumar geta "tala^símaal! og lært að keipa. sími 96 11122 Leitið nánari upplýsinga. ÆGIR OKTÓBER 1994 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.