Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 35

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 35
Séð fram eftir togþilfari. Þriðja togvindan bakborðsmegin á bakkadekki. Vélabúnaður Framdrifs- og orkuframleiðslukerfi: Aðalvél skipsins er frá MAK, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkæl- ingu, sem tengist niðurfærslugír, með innbyggðri kúplingu, frá Reintjes og skiptiskrúfubúnaði frá Ulstein. í skipinu er búnaður til svartolíubrennslu, seigja allt að 600 sek Rl. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði); Gerð vélar........................ 6M 552 C Afköst............................ 3700 KW (5028 hö) Snúningshraöi..................... 500 sn/mín Gerð niðurfærslugírs.............. WGL 712/3.978:1 Niðurgírun........................ 3.978:1 Gerð skrúfubúnaðar................ SLO-1050/4S-3800 Efni í skrúfu..................... NiAl brons Blaðafjöldi skrúfu................ 4 Þvermál skrúfu.................... 3800 mm Snúningshraði..................... 125.7 sn/mín Skrúfuhringur..................... Fastur, L/D= 0.5 Á niðurfærslugír er eitt aflúttak (1:3), sem við tengist rið- straumsrafall frá ABB (Asea Brown Boveri) af gerð ALPC 560 C4, 1760 KW (2200 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz, 1500 sn/mín. í skipinu eru tvær Caterpillar hjálparvélar, staðsettar í hjálparvélarými á milliþilfari. Önnur er af gerð 3508 DITA, átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, 674 KW (915 hö) viö 1500 sn/mín. Vélin knýr Stamford rið- straumsrafal af gerð MHC 634 J2, 648 KW (810 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. Hin vélin er af gerð 3408 DITA, átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu 307 KW (417 hö) við 1500 sn/mín. Vélin knýr Stamford riðstraumsrafal af gerð MHC 534 C2, 280 KW (350 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. Minni vélin er útbúin sem neyðarvél með sjálfvirkri ræs- ingu. Fyrir hitun á svartolíu (forða-/daggeymar o.fl.), fiski- mjölsverksmiðju, rækjusjóðara, upphitun íbúða o.fl. er af- gasketill frá A. Halvorsen (Parat), búinn olíukyndingu. Há- marksafköst í gufuframleiðslu eru 1920 kg/klst, þrýstingur 9 kp/cm2, miðað við afgas. Stýrisbúnaður: Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Ten- fjord af gerö 18 M 260/2GM, snúningsvægi 18.3 tm, og tengist uggastýri frá Ulstein (Hoyloftror). Vélakerfi dieselvéla: Skilvindur eru fjórar talsins frá Alfa Laval, tvær af gerð MMPX-304 SGP 11-50 fyrir svartolíukerf- Grandaravindur frá Brusselle fremst í toggangi. ið, ein af gerð MMPX-304 SGP 11-50 fyrir gasolíukerfið og ein af gerð LOPX-705 SFD-34-50 fyrir smurolíukerfið. Ræsi- loftþjöppur eru tvær frá Sperre af gerð HL105, afköst 43 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor, en auk þess er ein Sperre vinnuloftsþjappa, afköst 75 m3/klst við 8 bar. Fyrir vélarúm og loftnotkun vélar eru tveir rafdrifnir blásarar frá A/S Miljoteknikk, afköst 26000 m3/klst hvor, og fyrir hjálpar- vélarými er einn blásari, afköst 12000 m3/klst. Rafkerfi: Rafkerfi skipsins er 3 x 380 V, 50 Hz fyrir mótora og stærri notendur og 220 V, 50 Hz fyrir lýsingu og til al- mennra nota í vistarverum. Hjálparvélarafalar eru gerðir fyrir samfösun, en skammtíma samfösun er við alalvél- arrafal. Fyrir 220 V kerfið er einn 230 KVA spennir frá Nora- tel, 380/220 V. Til að fjarlægja tíðni-/spennusveiflur frá tog- vindumótordrifum o.fl. er sérstakur 350 KVA riðajafnari, sem jafnframt gegnir hlutverki spennis. í skipinu eru tvær 125A, 3 x 380 V landtengingar. Togvindur, grandaravindur og flotvörpuvindur eru knúnar jafnstraumsmótorum, sem fá afl frá riðstraumskerfi skipsins í gegnum thyristora til af- riðunar. Ýmis skipskerfi: í skipinu er austurskilja frá RWO, gerö SKIT 1.0, afköst lm3/klst. Fyrir geyma er tankmælikerfi frá Ulstein-Peilo, gerð Soundfast. í skipinu eru tvö ferskvatns- framleiðslutæki frá Alfa Laval af gerö JWP-26-C80, afköst 10 tonn á sólarhring hvort. Þvottakerfi fyrir vinnsluþilfar er frá Ice Cat, þrjú tæki. Fyrir vélarúm er C02- slökkvikerfi. Kerfi fyrir vistarverur: íbúðir eru hitaðar upp með mið- stöðvarofnum, sem fá varma frá afgaskatli um hitaskipti. Loftræstingarkerfi fyrir íbúðir er frá A/S Miljöteknikk. Fyrir innblástur er einn blásari með vatnshitaelementi, afköst 8200 m3/klst, og auk þess sogblásarar fyrir eldhús, salerni, þvottaherbergi og sjúkraklefa. Vinnsluþilfar er loftræst með þremur blásurum frá A/S Miljoteknikk, tveir fyrir innblást- ur, afköst 7500 m3/klst hvor, og einn sogari, afköst 16000 m3/klst. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi með kút og tveimur Allweiler dælum. Fyrir salerni er sérstakt vakúmkerfi frá Evak. Vökvaþrýstikerfi: Fremri losunarkrani er með sambyggt rafdrifið vökvaþrýstikerfi, en aftari með sjáfstætt rafdrifið vökvaþrýstikerfi. Fyrir kapalvindu er rafdrifið lágþrýstikerfi (40 bar) frá Ulstein-Brattvaag, tvær Allweiler snigildælur, önnur af gerð PVGS 940-46, 872 1/mín, knúin af 71 KW raf- Aðalvél skipsins, 5000 hestöfl, er frá Mak. ÆGIR OKTÓBER 1994 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.