Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 39

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 39
framan meö þili, sem á eru fjórar vökvaknúnar rennilúgur til losunar. Móttakan er búin dreifirörum fyrir krapís. Vinnslubúnaður almennt: Fyrirkomulag vinnsluþilfars er hannað af Skipatækni h.f., en útfærsla og smíði búnaðar, fyrir utan vinnslutæki og frystitæki, þ.e. færibönd, kör, laus- frystir o.fl., er frá Landssmiðjunni h.f., sem einnig annaðist niðursetningu á búnaði á vinnsluþilfari. Snyrti- og flokkun- arkerfi er frá Marel h.f. Vinnsluþilfar er um 520 m2 brúttó frá móttöku fram að þili, sem aðskilur vinnsluþilfar frá stafngeymum og tækjaklefa. Megin vinnslurásir eru: - Flakavinnsla (bolfiskur). - Heilfrysting (karfi, grálúða o.fl.). - Rækjuvinnsla (Japans,- suðu- og iðnaðarrækja). - Mjölvinnsla. Einnig gerir fyrirkomulag ráð fyrir bitaframleiðslu úr flökum og er búnaður fyrir hendi að hluta. Blóðgun, flutningur: Úr móttöku er aflanum hleypt inn á færiband (flutningsband) þversum framan við móttöku, inn á blóðgunarband samsíða flutningsbandi með stæðum fyrir níu menn, en þar er einnig hausari til að hausa í blóðgunar- kör. Eftir blóðgun flyst aflinn með tveimur þverskipsfæri- böndum (undir og framan við blóðgunarband) inn á tröppubönd, s.b.- og b.b.-megin, og frá þeim inn á færibönd (yfir blóðgunarkörum). Blóðgunarkör eru 10 talsins, sex í aftari röð og fjögur í fremri röð. Fæðing í aftari körin fer fram með tröppubandi s.b.-megin, en í fremri körin með tröppubandi b.b.-megin um þvottakar. Einnig er beinn flutningur á slægðum fiski að kari við handvirkan frysti. Flakavinnsla (bolfiskur): Bolfiskflakavinnslan er b.b.-meg- in á vinnsluþilfari. Vökvaknúinn lokubúnaður á blóðgunar- körum hleypir aflanum inn á lárétt þverskipsfæriband, milli aftari og fremri blóðgunarkara, sem flytur aflann að slæg- ingar- og aðgerðaraðstöðu b.b.-megin á vinnsluþilfari. Þar er ein slægingar- og hausunarvél fyrir bolfisk og ein hausunarvél með innyflasugu. Eftir slægingu og hausun flyst aflinn með færibandi í þvotta- og safnkar og frá því fer fram mötun í flökunar- og roðflettivél. Frá henni flytjast flökin í safnbakka og síðan inn á átta-stæða snyrtiborð (línu) með flæðivog og sjálfvirkri innmötun inn á flokkara (samval fyrir pökkun), sem gefur eina aðalafurð og tvær aukaafurðir framhjá, og því næst að pökkunarborði. Til hliðar við aðalflakalínuna er vinnslulína fyrir smáfisk, sem fer í gegnum aðra flökunarvél án roðflettingar, inn á snyrti- , flokkunar-, vigtar- og pökkunarlínu sem áður er lýst. Eftir pökkun fara afurðir í sjálfvirka plötufrysta. Heilfrysting, karfi/grálúða o.fl.: Aflinn flyst frá móttöku með sama færibandakerfi og áður er lýst og má nýta blóðg- unarkörin tíu sem geymslukör, eða flytja beint að tveimur hausunarvélum með innyflasugum, önnur s.b.-megin fram- an við móttöku og hin b.b.-megin framan við aftari blóðg- unarkör. Frá hausunarvélum fer aflinn með færibandakerfi að þvotta- og litunarkari og þaðan sömu leið og flökin, þ.e. inn á snyrtiborð með innmötun í flokkara og síðan að pökkunarborði. Ýmsar aukaafurðir sem til falla flytjast með færibandakerfi úr móttöku eða úr tilfallandi geymslukari að safnkari s.b.-megin. Aðstaða er þar til vigtunar og pökkunar og heilfrystingar í handvirkum plötufrysti. Rækjuvinnsla: Rækjuvinnslubúnaður er s.b.-megin á vinnsluþilfari og greinist í tvær meginlínur eftir eðli fryst- ingar, þ.e. rækja sem fer í gegnum plötufrysta (Japans- rækja) annars vegar og rækja sem fer í gegnum lausfrysti (iðnaðar- og suðurækja) hins vegar. Meginbúnaður sam- anstendur af þremur flokkunarvélum, afköst 1250-1500 kg/klst hver; tveimur gufukyntum sjóðurum, afköst 750 kg/ klst hvor; tveimur litunarkörum, afköst 700 kg/klst hvort; fimm tölvuvogum í pökkunar- og vigtarborði fyrir heilfrysta rækju; einni tölvuvog fyrir rækju úr lausfrysti, auk færi- banda, safnkara o.fl. Þrjú af fjórum fremri blóðgunarkörum má nýta sem geymslukör fyrir rækju og er þá hleypt úr þeim að framanverðu en ekki aftanverðu. Fiskúrgangur, mjölvinnsla: Úrgangur frá einstökum fisk- GUÐBJÖRG ÍS 46 Óskum útgerð og áhöfn innilega til hamingju með nýja skipið. Lögfræðiþjónusta á sviði fjármögnunarsamninga. Guðmundur Pétursson - Pétur Guðmundsson - Hákon Árnason - Jakob R. Möller Suðurlandsbraut 4 5 hæð POBox127 121 Reykjavík Sími 91-680900 Telefax 91-680909 ÆGIR OKTÓBER 1994 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.