Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 20
Jakob Magnússon fiskifræðingur: „Því miður eru nokkur dæmi um að fiskimið sem finnast í úthafi eru ofveidd á til- tölulega skömmum tíma og ganga til þurrðar. Rannsóknir skortir oft til grundvallar veiðunum en vaxtarhraði og við- koma fiska í köldum og djúpum sjó er stundum annar og mun hægari en þekkist á grunnslóð." hefur dregist mjög saman án þess aö menn viti nákvæmlega um orsakir. Þegar hrygningarsvæöi blálöngu fannst við Island rauk veiöin upp í rúm 5.000 tonn. Nú er hún dottin nið- ur aftur í tæp 2.000 tonn. Það á mjög mikið eftir að kanna djúpslóðina í hafinu í kringum okkur. Áherslan hefur verið á veiðar á grunn- slóð. Það er vissulega vaxandi áhugi á úthafsrannsóknum en þetta er auðvit- að allt spurning um fjármagn, en mér finnst að þetta þurfi að gera. Það er margt að finna í úthafinu en hvergi á vísan að róa." Frelsið á úthafinu að líða undir lok Samkvæmt upplýsingum sérfræð- inga utanríkisráðuneytisins er óumdeilt að svæði eins og Smugan í Barentshafi, Síldarsmugan austan íslands og Reykja- neshryggurinn teljast úthaf þar sem veiðar eru í orði kveðnu frjálsar. Það sama gildir um svæði í nágrenni Ný- fundnalands, í hafinu milli Grænlands og íslands, vestan Grænlands og suður eftir Atlantshafshryggnum þar sem lög- sögur strandríkja ná ekki saman. Þeir tímar að þjóðir geti sent skip sin til veiða á þessum svæðum em hinsvegar í þann veginn að líða undir lok. Stefnt er að því að tveir fundir verði haldnir í úthafsveiðinefnd Sameinuðu þjóðanna fram til hausts 1995 og þá liggi fyrir samþykkt um út- hafsveiðar sem byggir á ákvæðum Hafréttarsáttmál- ans. Eftir þann tíma má reikna með að veiðar á úthafi veröi alltaf byggðar á samningum milli þeirra þjóða sem hagsmuna eiga að gæta í hverju tilviki og frjálsar og óheft- ar veiöar heyri sög- unni til. Þetta á sér- staklega við um veiðar úr deilistofn- um en með deili- stofni er átt við fisk- stofn sem gengur út og inn úr lögsögu strandríkja og á ef til vill uppruna sinn í lögsögum tveggja ríkja. Þannig er norsk-íslenski síldar- stofninn gott dæmi um deilistofn sem flakkar milli lögsagna. Talið er líklegt að eftir að út- hafsveiðinefndin kemst að niðurstöðu verði stjórn veiða á afmörkuðum svæðum falin stofnunum sem skipaðar eru þjóðum sem hagsmuna eiga að gæta. Þannig eru þegar starfandi tvær nefndir, önnur heitir NEAFC og hin NAFO. NEAFC fjallar um veiðar í aust- urhluta Norður-Atlantshafs en NAFO um veiðar í vesturhlutanum, t.d. haf- svæðin kringum Kanada. Þegar nefndir þessar hafa sett kvóta á fiskistofna hafa þjóöir undantekningalítið virt það. Þannig veiða íslendingar aðeins rækju á Flæmska hattinum svokallaða en á henni er ekki kvóti. Aðrar fisktegundir sem kunna að fást á þessu svæði eru kvótabundnar og ekki veiddar. íslendingar of seinir Nú þegar liggur fyrir einn samning- ur sem tekur til veiða á heilu hafsvæði bæði landgrunni og úthafi. Það er samningur Rússa, Bandaríkjamanna, Pólverja, Suður-Kóreumanna ogjap- ana um veiðar í Beringshafi. Hér eftir mega einungis aðildarþjóðir samnings- ins veiða á þeim hluta Beringshafs sem áöur taldist úthaf. Hatton-Rockall svæðið og Sval- barðasvæðið hafa sérstöðu meðal svæða sem Islendingar gætu hugsan- lega stundað veiðar á. Nýting Sval- barðasvæðisins byggir á sérstökum samningi frá 1920 og þó margar aðild- arþjóðir hafi mótmælt túlkun Norð- manna á honum og mótmælt verndar- svæðinu, sem nær frá 4 mílum út á 200 mílur, verða slíkar deilur aðeins ieystar í samningaviðræðum. Hatton-Rockall svæðið er umdeilt. Bretar, Danir fyrir hönd Færeyinga og íslendingar hafa gert tilkall til auð- linda á hafsbotni þar og telja t.d. bæði Danir og Islendingar að svæðið tengist íslenska landgrunninu og því fær- eyska. Bretar sýndu klærnar í sumar þegar togari var tekinn á svæðinu og færður til hafnar. Því er ólíklegt að veiðar þar þyki fýsilegar nema sam- kvæmt samningum þar um. Því virðist sem frelsið á úthafinu sé að líða undir lok og íslendingar í raun of seinir að verða sér úti um veiði- reynslu í fjarlægum lögsögum sem hugsanlega gæti aflað þeim veiðileyfis í samningaviðræðum framtíðarinnar. □ Sjómenn rekast á sinnepsgas Sænskir sjómenn á fiskibátnum Kairo fengu sannkallaðan óhappadrátt þegar þeir komu að landi með gráan klump af einhverjum óþverra sem talið er vera sinnepsgas. Þetta fannst í Eystrasalti skammt undan Uddevalla og er í annað skiptið á tiltölulega stuttum tíma sem þetta gerist. Að þessu sinni komu sjó- mennirnir með klumpinn í land svo hægt væri að sannreyna hvað hér væri á ferðinni. Sjómennirnir urðu veikir af því að meðhöndla fenginn og þeir og bát- urinn gengust undir sérstaka hreinsun þegar í land var komið. Sjómenn á þessum slóðum óttast mjög að fiskimið þeirra mengist af völdum þessa en vitað er um 16 skipsflök frá stríðsárunum á því hafsvæði sem gassins hefur orðið vart. (Yrkesfiskaren sept. 1994.) 20 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.