Hlín - 01.01.1923, Page 29

Hlín - 01.01.1923, Page 29
HUn 27 þessari upplausn gamallar þjóðmenningar, þessu rótar- sliti. Og dýpsta þýðing hvers þjóðmáls er sú, á hvern hátt skipulag þess getur orðið að slíkri hömlu. Ekkert mál kemur í því efni fremur til álita en ullariðnaðarmál- ið. Pýðing þess er meiri og dýpri en almenningur gerir sjer Ijóst. Pess vegna verða enn athugaðar hjer ýmsar hliðar málsins og samband þess við þjóðmenningu okk- ar, forna og nýja. V. Pað heyrist ekki sjaldan í ræðum og ritum þeirra manna, sem mest prjedika um framfarir þjóðarinnar ís- lensku og framtíð, að endurlausnarmáttur hennar liggi bundinn í fallvötnum þeim, sem streyma frá hálendi ís- lands fram til sjávar. Hjer í landi mun vera stórum meiri vatnsorka í tiltölu við fólksfjölda en í nokkru öðru landi. — Nú hugsa prjedikarar stóriðjuhyggjunnar á þessa leið: Pessa litlu þjóð í stóru landi hefir alt af skort orku, til þess að gera landið byggilegt. Fossarnir eiga að lýsa upp og hita híbýli þjóðarinnar. Hver hönd í iandinu þarf að geta átt aðgang að orku vatnanna, til þess að Ijetta mönnum lífsstritið. Stóriðjur þurfa að rísa upp, þar sem þessari óhemju orku sje beitt á gullkvarnir auðæfanna. Stór framleiðsla af köfnunarefni og jafnvel málmvinslu á að geta leyst fátæktarvandræði þjóðarinnar; gert hana ríka og farsæla«. — Á þessari hugsanaleið munu liggja úrlausnarráð á sárustu erfiðleikum íslendinga. En á henni liggur einnig vafalaust stærsta þjóðarhættan. — Áður var minst á það, að stóriðjan hefði hvergi í heiminum leyst vandræði mannanna, heldur fremur aukið þau til stórra muna. Mikil fjárvelta og peningasafn hefir á allati þorra manna sömu og enn meiri verkanir þess eðlis, er Egill Skallagrímsson vildi fá til leiðar komið með þvi að dreiía silfri sínu um Pingvelli, eða Fírisvallagullið hafði á Aðils konung og þegna hans. Græðgin, óhófssemin

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.