Hlín - 01.01.1923, Side 44

Hlín - 01.01.1923, Side 44
42 Hlin prjónaflíkur. — Jeg hefi prjónað úr lopa: Heilsokka, neð- an á sokka, húfur, trefla og utanyfirpeysur á börn, 7 og 8 ára gömul. — Er því í fáum orðum reynsla mín sú, að flíkur þessar sjeu ekki lakari að haldgæðum, skjóli og áferð, en þótt þær væru úr bandi af samskonar ull. Og í húfur tek eg lopann fram yfir band, því þær eru mikið Ijettari, liprari og áferðarfallegri en úr bandi. Jeg hefi selt eina húfu þannig gerða, og hjeldu þeir sem sáu hana, að hún væri útlend. — En þess ber að gæta, að þyki manni lopinn of smár einfaldur, er oft getur verið, eftir því í hvað hann er ætlaður, og hvað hann er fínn í eðli sínu, þá má prjóna hann tvöfaldan, eða úr tveimur plöt- um saman. — Fljótlegra er að fitja upp á bandi, þegar prjóna á lopa. Mjer þætti gaman, ef fleiri vildu reyna þennan lopa- prjónaskap, og birta siðan reynslu sína í Hlín, ef hún þætti nokkru máli skifta. Elin Kr. Guðmundsdóttir. Sneis, Laxárdal, Húnavatnssýslu. Peysufatasjölin. Spyrji maður unglingsstúlku, hvernig á því standi, að hún taki ekki upp peysufötin, er viðkvæðið oft, að þau sjeu svo dýr, hún sjái sjer það ekki fært. Þetta er að nokkru leyti satt, og hafa sjölin einkurn átt þátt í að hleypa búningnum fram, þareð þau hafa kostað þetta frá 75 og upp í 325 krónur. . Nú langar mig til að sýna fram á, að hægt er að fá

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.