Hlín - 01.01.1923, Side 64

Hlín - 01.01.1923, Side 64
síns ágætis: Eldfjöll, jökla, fossa, árgljúfur, stór og lirika- leg (Colorado), stærstu trje í heimi, hellrabústaði fortíð- armanna, skóga af steindum trjám o. s. frv. — Ríkin leggja feykimikið í sölurnar til að vernda þessa fögru og merku staði. — Alt er látið vera kyrt í þeim skorðum sem nátt- úran hefir sett, sem minst breyting gerð á nokkurn hátt. Stærsti og elsti þjóðgarðurinn er Yellowsíonegarðurinn á landamærum Wyoming-ldaho og Montana ríkja á há- sljettu í Klettafjöllunum 2 — 3000 metra yfir sjávarflöt. Garðurinn var friðaður og gerður að þjóðareign 1872. ^AImenningi til gagns og gleði*, eins og það er orðað í samþykt stjórnarinnar. — F*að mátti ekki tæpara standa með friðunina. Hinir ötulu og áfjáðu fjáraflamenn höfðu þegar komið auga á staðinn, og voru á góðum vegi með að gera sjer mat úr. Yellowstonegarðurinn, sem er 157 fermílur danskar á stærð, er frægastur fyrir hina fjölmörgu hveri og laugar sem þar eru, en alt er þetta landsvæði stór- merkilegt ýmsra hluta vegna (jurta- dýralif og jarðmynd- un), og eitt hið fegursta í heimi. — það er eins og nátt- úran hafi verið að leika sjer að því að búa til þetta undraland*. Umhverfis garðinn eru víðáttumiklir skógar, ríkiseign, á það sinn þátt í að viðhalda hinu fjölbreytta dýralifi í garðinum. Veðurlagið er þarna mjög hagstætt, úrkoma nokkur á sumrum og hitar ekki til óþæginda. En ofsahitar og þurk- ar gera landsvæðin í námunda við garðinn að eyðimörk. — Vetrarríki er mikið á þessum slóðum og snjóþyngsli, svo garðurinn er ekki opinn fyrir ferðamenn nema sum- armánuðina júní —sept. — En þann tíma er þar líka margt um manninn. Sumarið sem jeg var þar komu þangað 20 þúsundir manna. — Gistihús eru reist, stór og * Það er talið að í garðinum sjeu 4000 heilar uppspreltur, þar af 100 hverir. Ojósa þeir sumir alt að 60 metra hátt,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.