Hlín - 01.01.1923, Page 88

Hlín - 01.01.1923, Page 88
86 HUn en að allar vjelarnar hafi reynst vel. Bilun hefir þó átt sjer stað á einni þeirra, seni fremur niá skoða sem slysni, en bilun af eðlilegu sliti. Vjelar þessar eru að útliti eins og venjulegar eldavjelar, og sjást engin missmíði á þeini. Að innan eru þær einnig sem venjulegar vjelar; að því leyti frábrugðnar þó, að í stað svonefndrar inn- múrunar koma vatnskassar gerðir úr stálplötum. Kassar þessir liggja kringum alt eldstæðið og yfir nokkrum hluta þess, niður með öðrum gaflinum — tvöfaldur kassi — og yfir öllum botninum. Vatnið í kassanuni hitnar frá eldstæðinu og nýtur einnig mjög mikið hitans af reyknum, sem leiddur er milli kassanna og undir þá. Hann færi annars gagnslaust beint í reykháfinn. — Frá vjelinni er vatnið leitt í æðum að vatnsofnum í herbergjuuum, og frá þeim aftur í elda- vjelina, þar sem það hitnar að nýju. — Það má breyta reykgatig- inum nieð því að snúa einu spjaldi. Má á þann hátt breyta vjel- inni ýmist í miðstöð eða eldavjel, sem bakar og eldar á þrém hólf- um, en sje hún notuð sem miðstöð er aðeins eldað á einu hólfi. Reykhájurinn. Það er nauðsynlegt að vjelar þessar dragi vel eins og öll önnur eldfæri. Best er að öll eldfæri hafi reykháf útaf fyrir s,g> °g hann sje þó nokkuð hár. Til tryggingar gegn því að ekki slái niður í reykháf, hefir gefist vel sænsk aðferð, sem aðallega hefir verið notuð við þessar vjelar, að gera brúnirnar efst á reykháfnuin bursfmyndaðar (í 45 gr. halla). En kragi verður þá að vera á reyk- háfnum svo þykkur, að veggþyktin á reykháfnum, að kraganum meðtöldum, sje jafn mikil og innanvídd reykháfsins. (Sjá auglýsinguna á kápunni uin vjelar þessar.) J. Kr. Aðferðin er sú að linoða brauðið kvöldinu áður Einskonar gufu-- eu baka á, búa til sívalning úr deiginu og láta bökun á liann í brjóstsykursdunk, hafa talsvert borð á í- rúgbrauðum. látinu, setja lokið yfir og láta standa á hlýjum stað yfir nóttina til lyftingar. — Pegar vjelin er farin að hitua, skal láta dunkinn í ofniim og glæður undir, ef þörf gerist, og velta ílátinu stöku sinnum við, meðan brauðið er að bak- ast. — Ef lítið þarf að nota eldavjelina, niá dunkurinn gjarnan sitja í tii næsta dags, og seiðast þá brauðin best og verða rauð í gegn, þetta geri jeg vanalega og gengur vel. Oeta brauðin með þessu móti orðið jafnlin utan sem innan, skorpulaus án nökkurrar aukaeyðslu á eldsneyti. Húnversk kona. Jeg tek drukkinn af slátrinu á vorin og safna Drukkur gefinn ám. í hann yfir vorið og sunrarið ýmsu rusli, matartægis, sýran leysir það alt upp. Pegar vetrar, er þetta orðið eins og ostur, Ærnar eru ólmar í það, og það sparar hey.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.