Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 3

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 3
BJÖRN ÓLAFSSON, LOFTSKEYTAMAÐUR: J ólahugleiðingar Marteinn Lúther á heimili sínu með jólatréð. Jólin eru hátíð ljóssins, hátíð gleði og fagnaðar. Hátíð barnanna, hátíð friðar, kær- leika og bræðralags meðal mannanna. Margir eiga sínar beztu og gleðiríkustu endur- minningar frá jólum æsku sinnar og bernsku. Það eru fáar þjóðir, sem eiga nafnið á jólahátíðinni jafn stutt cg laggott og við íslendingar, Skandinavar og Skotar, en hátíð þessa er tal- ið að menn hafi haldið í fyrsta skiptið í kringum 300 e. Kr. Á finnsku heita jólin joulu, á skozku yule og jul á norsku, sænsku og dönsku. Á ensku er vanalega sagt Christmas, þ.e. Kristmessa. Japanir hafa lánað þetta orð í forminu Kirumas. En einnig hafa þeir sitt eigið nafn á jólunum, sem minna er notað. Jaso no tand zhobi, sem þýðir fæðingardagur Jesú Krists. Á þýzku heita jólin Weihnachten, hin heilaga nótt. í hinum rómönsku mál- um eru jólin kennd við fæð- inguna, t.d. á latínu, Nata- lis, á ítölsku Natale, á frönsku Noel, á portúgölsku Natal, og á spönsku Navidad eða einnig Pascuas de navi- dad. í slavnesku málunum eins og t.d. pólsku er fæðing- in notuð sem nafngift og heita jólin Bozhe narodzenie. Á rússnesku er fæðingin einn ig notuð, rozedestvo Kristovo, einnig á nýgrísku: Khristu- jenna. Á tyrknesku eru jólin einnig kennd við fæðingu Krists, miladiissa. í Litlu -Asíu lifði á árunum 400 e. Kr. hinn heilagi erki- biskup Nikolaus. Hann eyddi stórum hluta ævi sinnar og starfi í þjónustu barna og þeirra er bágt áttu. Það er til saga um það, að einu sinni hafi fátækur aðalsmað- ur ekki getað gefið dætrum sínum neinn heimanmund, eins og þá var siður. Þegar biskupinn heyrði um áhyggj- ur og vandræði mannsins, þá fór hann þrjár nætur í röð með einn poka af gulli til hverrar og einnar af dætrun- um, og giftust þær hamingju samlega. Þessi saga og aðrar svipaðar gerðu Nikolaus bisk up að fyrirmynd jólasveins- ins eins og hann er í dag. Þegar foreldrar vilja á heim- uglegan hátt gleðja börn sín með gjöfum um jólin, þá láta þau sem heilagur Nikol- aus hafi komið þar cg skilið gjöfina eftir. Hollendingarnir hafa þann gamla sið að leggja gjafirnar í tréskó barn anna. Frá Ameríku kemur aftur sá siður að setja gjaf- irnar í sokka, sem eru hengd- ir upp við opna glugga og hurðir. St. Claus er vel þekkt persóna í Ameríku og um all- an hinn enskumælandi heim, þó eru til menn í Ameríku, sem eigna jólasveininn skáld- inu Clement Moore. Þessi New-Yorkbúi hafði það fyrir sið að hverjum jólum að lesa upp kvæði sitt: Jólakvöld ið, ort 1822. Kvæði þetta er um jólasveininn. Ekki megum við gleyma að minnast á jóla- sveinana okkar, sem sumir telja einn og átta en aðrir miklu fleiri, og eiga þeir heima í jöklum og fjöllum en koma á jólaföstunni til byggða með gjafir handa börnunum. Mörg börn er- lendis halda að jólasveinninn þeirra eigi heima á íslandi og hafa Loftleiðir lyft undir þá hugmynd, og allir vita að hann hefur pósthólf á póst- stofunni í Reykjavík og stend ur fjöldinn allur af fólki í bréfaskriftum fyrir hann. ís- lenzkum börnum þætti það bragðlaus jól ef ekki birt- ist jólasveinn á barnaskemmt- unum þeirra. Sennilegast er þó að fyrir- mynd jólasveinsins sé sótt til vitringanna, sem færðu Jesú- barninu gjafir sínar, gull, reykelsi og myrru. Þó má geta þess að kaþólskri tíð fylgdu gjafir Nikolausar- messu (Nikolausarprossion), þann 6. desember, en færðist í lútherskum sið á jólahátíð- ina. Hinir gömlu Rómverjar höfðu í líkingu við núverandi jólahald. Satúrnusarhátíð, sem þeir kenndu við skurð- goðið Satúrnus. Var þetta nokkurskonar uppskeru og hvíldarhátíð. Það var ekki óeðlilegt að menn hvíldust og gleddust að lokinni upp- skeru og héldu hátíðlegan hækkandi sólarhring. Á tímum keisaranna voru lagðar þær takmarkanir á gjafir, að þjónar og leigu- liðar máttu ekki gefa hús- bændum aðrar gjafir en leir- krúsir og ljós. Þessar gjafir sóttu uppruna sinn í fórnar gjafir fortíðarinnar, sérstak- lega ljósið. Og húsbændurnir gáfu einnig svipaðar gjafir, en allar urðu þessar gjafir verðmeiri með tímanum. Á tímum Satúrnusarhátíðanna voru dæmi þess, að hinir ríku skiptust á stórum gjöf- um, t.d. fílum meðan betlar- inn fékk belti. Algengt var að konum væru gefnar hár- spennur, kambar úr fílabeini eða hárkollur, bækur, peninga skrín, spil, speglar, vopn og veiðitæki. Þessir tímar gáfu líka möguleika á gjöfum eins og góðum þjóni, matreiðslu- manni, einkaritara, dansmær eða hirðfífli. Fyrsta jólakort veraldarinn- ar var gert af enska lista- manninum John Calcot Har- sley, en fyrsta prentaða (hektograveraða) jólakortið kom út í 1000 eint. árið 1846 og er það af fjölskyldu, sem lyftir heillaskál, og stóðu á kortinu hin síðar klassísku orð: „Gleðileg jól og gott nýtt ár“. Henry Cale, sem var fyrsti forstjóri Viktoríu- og Albertssafnsins í London, vildi hækka menningu og reisn jólahaldsins meðal landa sinna og setti upp sal með jólakortum, teiknuðum af Harsley, en enginn keypti kortin. Það var fyrst árið 1870, fyrir 100 árum síðan, að póstgjöldin lækkuðu, að breyting komst á þessi mál. Dagur heilags Valentíns, sem haldinn var hátíðlegur í febr- úar, hafði valdið póstaf- greiðslunum ýmsum erfiðleik- um en enn voru erfiðleik- arnir ekki eins miklir með jólapóstinn. En á þessu varð breyting árið 1877, þegar til- kynning var gefin út til al- mennings: „Póstið jólapóst- inn í tíma.“ Þessi uppörvun hafði sín áhrif, allt til okkar tíma, og er enn í notkun. Myndir og motiv jólakort- anna hafa tekið ýmsum breyt- ingum frá dögum Harleys, en öll eiga þau það sameiginlegt að þau minna okkur á fæð- ingu Jesúbarnsins, ljós og birtu jólanna og eiga að færa okkur hlýjar kveðjur og ósk- ir um gleði og fögnuð af til- efni hátíðarinnar. Að endingu er það sagan um jólatréð, en þær eru að sjálfsögðu margar. Sumir vilja líta á jólatréð sem ímynd þess lífskraftar, sem Jesú færði veröldinni, og jóla tréð er grænt og fagurt, jafn- vel í svartasta skammdeginu. Fyrsta jólakort í heimi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.